Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nautahryggvöðvi með sveppum.
Nautahryggvöðvi með sveppum.
Matarkrókurinn 13. mars 2015

Íslensk bleikja og naut undir ítölskum áhrifum

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Við fáum dýrindis ferska bleikju frá fisksalanum eða jafnvel beint frá bónda. Bleikjan er góður matfiskur en yfirleitt nokkuð minni en laxinn og urriðinn. Íslenskir bleikjuræktendur hafa náð góðum árangri í eldinu en það er alls ekki sjálfgefið. Eldisfiskur víða um heim hefur það orð á sér að vera of feitur og alinn upp með mikinn vaxtarhraða að leiðarljósi. En íslenska eldið er til fyrirmyndar og við getum gengið að gæðunum vísum.  
 
Ég ætla líka að leita í ítalska matargerð. Foccacia-brauð er bakað samkvæmt lögverndaðri uppskrift og nýtur virðingar líkt og ekta kampavín eða brieostur í Frakklandi. Ekki má breyta uppskrift eða lagi brauðsins, en við tökum snúning á því og framreiðum með ljúffengu nautafille. 
 
Stökksteikt bleikja
 
Aðferð
Bleikjuroðið er ljúffengt þegar það er stökkt. Til að fá stökka áferð á mjúkan fiskinn er gott að skera rákir í roðið fyrir steikingu. Bleikjan er sérstaklega góð þegar hún er elduð í smjöri. 
Steikið bleikjuflökin öðrum megin á roðinu í um 80% eldunartímans. Þegar fiskurinn er að verða tilbúinn er honum snúið við og steiktur í örfáar sekúndur á hinni hliðinni þar til hann er færður upp á fat. Tilvalið að framreiða með bragðgóðu íslensku byggsalati.
 
 
Bygg-apríkósu salat
  • 500 ml kjúklinga- eða grænmetissoð
  • 100 g bygg
  • 1 tsk. extra Virgin ólífuolía
  • 1 tsk. salt
  • 100 g hakkaðar þurrkaðar apríkósur
  • 40 g sneiddar möndlur, ristaðar
  • 5 g  steinselja söxuð
  • 1/2 tsk. malaður kanill
  • 1 vorlaukur (hvíti og græni hlutinn), sneiddur
  • 1 paprika eða annað grænmeti úr ísskápnum
  • Fyrir dressingu
  • 65 ml ferskur sítrónusafi
  • 2 tsk. hunang
  • 1/4 tsk. salt
  • Ferskur malaður svartur pipar
  • 3 msk. extra Virgin ólífuolía
 
Aðferð
Látið vatn sjóða í miðlungs potti. Bætið við byggi, olíu og salti. Látið suðuna koma aftur upp, látið malla í um 30 mínútur. Fjarlægið úr hita og látið standa í 10 mínútur.
 
Á meðan er upplagt að gera dressinguna. Hrærið sítrónusafa, hunangi, salti og pipar í litla skál. Hrærið í olíu, byrja með nokkrum dropum og aukið magnið í jöfnum straumi, til að gera slétta dressingu.
Sigtið  umframvökva af  bygginu ef þörf krefur. Flytjið í skál og blandið restina af  hráefninu og kryddið til. Gott bæði heitt eða við stofuhita.
 
Focaccia
„Focaccia di Recco“ með osti er brauð án gers og er nær pitsu en því foccacia sem fólk þekkir.
 
  • 200 ml vatn
  • 100 ml ólífuolía, auk þess aðeins meira til að pensla yfir deigið
  • 2 teskeiðar (10 g) salt 
  • 400 g brauðhveiti
  • 500 g ostur
 
Aðferð
Blandið saman hveiti (eða brauðhveiti), vatni, ólífuolíu og salti þar til deigið er mjúkt og slétt.  Látið deigið hvíla í að minnsta kosti 30 mínútur við stofuhita eða vefjið í plast og geymið í ísskápnum í 2 til 3 klst. Hitið ofninn í 250º C. Skiptið deiginu í 4 bita og haldið þeim undir handklæði eða vöfnum í plastfilmu. Rúllið út deigið eins þunnt og hægt er, stráið osti yfir deigið. Takið annað stykki af deigi og rúllið og teygið aftur eins og áður. Leggið deigið yfir ostinn. Skerið efst í deigið með hníf á 5 eða 6 stöðum (til gufan sleppi út). Penslið focaccia með smá olíu og stráið smá af salti. Bakið í 7 mínútur eða þar til deigið er létt gullið (brúnt) og osturinn hefur bráðnað. Framreiðið strax eða borðið með ýmsu áleggi eins og salati og nautakjöti.
 
Nautahryggvöðvi með sveppum
 
  • Nautafille
  • salt
  • Ferskt malaður  svartur pipar
  • 2 matskeiðar jurtaolíu
  • 1 msk. smjör
  • Dijon sinnep
  • Sveppir 
 
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður.
Hitið stóra pönnu yfir miðlungsháum hita. Kryddið nautakjötið með salti og pipar. Bætið olíu á pönnuna og hitið þar til rýkur úr henni. Bætið smjörinu ásamt nautakjötinu  og brúnið á öllum hliðum, um 8 mínútur samtals.
 
Setjið í ofn. Steikt þar til hitamælir sýnir 58 ºC. og látið það hvíla í 10 til 15 mínútur við stofuhita.
Skerið þversum í þunnar sneiðar og raðið upp á fat. Setjið á focaccia-brauðið með meðlæti að eigin vali.
 
Sveppir
  • 1 box sveppir
  • 2 til 4 msk. ósaltað smjör
  • 1 meðalstór shallot eða 1/2 lítill laukur, saxaður
  • 1/2 tsk.  salt
  • Ferskmalaður  svartur pipar
  • Hreinsið sveppina og skerið í tvennt
 
Aðferð 
Hitið 2 msk. af smjöri í stórum pönnu yfir miðlungsháum hita. Bætið ­svepp­um og dreifið þeim út jafnt á pönnuna. Haldið áfram að elda þar til fallega brúnir. Eftir um 5 mínútur, bætið þá í lauki og kryddi. 
 

6 myndir:

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...