Hversdagslegur kjúklingur
Matarkrókurinn 15. mars 2023

Hversdagslegur kjúklingur

Höfundur: Haraldur Jónasson

Í tilefni af því að alifuglarækt er búin að slá við sauðkindinni sem mest framleidda kjötafurð landsins er gráupplagt að skella í klassískan miðvikudagskjúklingapottrétt.

Eins og í alla miðvikudagspottrétti er um að gera að nýta allt það grænmetið sem varð undir í baráttunni að komast sem meðlæti með sunnudagssteikinni. Brokkolí, blómkál, grænkál, næpur, hnúðkál, rauðrófur, gulrætur, sellerí og jafn vel spínat er allt velkomið út í pottinn. Góðu fréttirnar eru svo að af því að það er miðvikudagur nennum við ekki að vaska upp nema í mesta lagi pönnu og kannski einn pott. En slæmu fréttirnar eru að það er mikilvægt að pannan sé ekki með „teflon“ húð. Við viljum að kjötið festist örlítið við botninn til að búa til brúnt bragð, fond eða skófir eða hvað við viljum kalla það.

Hasar í einni pönnu

Það er skemmtilegt að blanda bæði dökku lærkjöti og hvítu bringukjöti saman til að rétturinn verði ekki of einsleitur. Kjarnafjölskyldustærð væri sirka svona:

Fjögur læri og heil bringa. Skera niður í munnbitastærð, gott að hafa bringubitana örlítið stærri en þá af lærunum. Þannig haldast þeir ljósu safaríkir og þeir dökku verða örlítið stökkari sem gefur réttinum skemmtilega áferð.

Bitarnir eru settir í heita olíuborna pönnu. Passa að hafa bara eitt lag af kjúklingabitum í botninum á pönnunni. Þannig má hún ekki vera af minnstu gerð fyrir þetta magn. Þarna á kjúklingurinn einmitt að festast örlítið við botninn og fá fallegan brúnan lit. Þegar óttinn um að herlegheitin fari úr brúnum yfir í svart og allt byrji að brenna er um að gera að hræra svolítið í og bæta söxuðu grænmeti við. Allt nema hvítlaukurinn fer hér út í. Ef þarf að bæta við af olíu svo ekkert brenni fer
matskeið eða svo af henni út í með grænfóðrinu.

Hér er góður tími til þess að krydda. Pipar, smá salt (ekki of mikið), lauk- og hvítlauksduft sem og þurrkuð steinselja er ágætis byrjun. En allt þetta klassíska er í boði líka: Paprika, chiliduft og allar blöndurnar; Herbes de provence, Best á kjúllann og hvað þetta allt heitir á allt við á miðvikudögum.

Þegar grænmetið er byrjað að mýkjast og gefa frá sér smá vökva sem byrjar að losa fondinn af botninum er hvítlaukur kreistur út í. Gott að setja með honum klípu af smjöri. Þegar hann byrjar að ilma eftir nokkrar sekúndur er komið að því að að losa restina af þessu botnfasta. Tvær gusur af hvítvíni, bjór eða bara vatni ef ekkert er búsið. Skrapa botninn vel. Þegar vökvinn hefur mestallur gufað upp er tveimur matskeiðum hæfilega fullum sáldrað yfir allt saman og hrært örlítið í. Því næst er einum og hálfum desilítra af vatni eða soði, hvort heldur sem er beinaoð eða bara brimsalt teningasoð, hellt út í. Þá hálfur desilítri af mjólk og hræra vel saman. Malla í nokkra stund, fimmtán mínútur eða svo. Smakka til með salti og meira af krydderíi ef það vantar. Bera fram með soðnum grjónum eða kartöflumús – og þá helst úr pakka.

Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns
Matarkrókurinn 29. mars 2023

Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns

Einfalt og gott velja margir í hversdagsmatinn. Hvernig væri að rifja upp gamla ...

Hversdagslegur kjúklingur
Matarkrókurinn 15. mars 2023

Hversdagslegur kjúklingur

Í tilefni af því að alifuglarækt er búin að slá við sauðkindinni sem mest framle...

Saltkjöt og baunir, túkall
Matarkrókurinn 21. febrúar 2023

Saltkjöt og baunir, túkall

Saltkjöt og baunir þekkja allir, einföld klassík úr okkar matarhefð sem allir þe...

Ostakakan sem aldrei sefur
Matarkrókurinn 16. febrúar 2023

Ostakakan sem aldrei sefur

Fermingarnar nálgast óðfluga og þá þarf að baka. En það þarf ekki allt að vera m...

Vannýtt hráefni úr hafinu
Matarkrókurinn 2. febrúar 2023

Vannýtt hráefni úr hafinu

Öll gætum við sennilega aukið fiskneyslu okkar, en hún hefur mikið dregist saman...

Afgangakássa
Matarkrókurinn 19. janúar 2023

Afgangakássa

Jólin eru búin og ískaldur veruleikinn tekinn aftur við. Það þýðir megrun og lík...

Hátíð matarhefða
Matarkrókurinn 22. desember 2022

Hátíð matarhefða

Sjálft jólahaldið og undirbúningur þess er nú fram undan og aðventan nýhafin. Sj...

Jólaglögg & lussekatter
Matarkrókurinn 20. desember 2022

Jólaglögg & lussekatter

Um miðjan desember árið 1955 komust fyrst á síður blaðanna fregnir af drykknum j...