Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hugmyndir að huggulegri aðventu
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 13. desember 2021

Hugmyndir að huggulegri aðventu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þriðji í aðventu var á sunnudaginn og við hæfi að gefa svolítinn forsmekk að jólunum.

Laxakrans
  • 400 g sneiddur grafinn eða reyktur lax
  • Extra virgin ólífuolía, til að setja yfir
  • Sýrður rjómi eða graflaxsósa
  • Glútenlaust kex eða skorpulaust þunnt ristað brauð, til að bera fram

Það getur verið einföld lausn að skera lax þunnt og raða saman í jólakrans og svo skreyta með jurtum og salati til að borða í jólaundirbúningnum.

Jólabrauðsneiðar

Notaðu afganga af einhverjum jólalegum mat eða keyptu niðursneitt álegg til að komast í aðventuandann og til að búa til fullkomnar samlokur eða smurbrauð.

Setjið majónes, í stað smjörs, á brauðið og steikið á þeirri hlið í stað þess að rista. Raðið skinku, osti eins og brie, sýrðum rjóma með piparrót eða sósu að eigin val og skreytið með jólalegu meðlæti.

  • 4 sneiðar hvítt brauð eða flatkökur (ef það er hangikjöt á veisluborðinu)
  • 4 msk. majónes
  • Skinka eða hangikjöt
  • (soðin egg)
  • 8 brie ostasneiðar
  • 3 msk. fínt skorið hvítkál eða ferskt rauðkál
  • Skreytt kex og cookies
  • Hægt er að skreyta fleira en pipar­kökur og því er gaman að baka cookies og skreyta í anda jóla.
  • Svo er líka hægt að kaupa kex og orkustangir fyrir fullorðna og gera jólaleg hreindýr og jólabjöllur.
  • 20 litlar saltkringlur
  • 10 rauðar M&M
  • 20 sælgætisaugu
  • 50 g dökkt súkkulaði, brætt, kælt

Setjið kexið og súkkulaðikökurnar inn í ísskáp áður en þið skreytið.
Það hjálpar til við að flýta fyrir bráðnun á súkkulaðinu.

Jólasmákökur fjölskyldunnar

Við vonum að þið hafið gaman af hátíðarundirbúningi og skemmtun við bakstur á þessu tímabili. Þetta eru uppáhalds jólasmáköku­uppskrift fjölskyldunnar okkar! Þær eru ekki bara ljúffengar heldur líka frábærar til að gefa fjölskyldu, vinum og nágrönnum eða setja í glugga fyrir jólasveininn.

  • 1 bolli púðursykur
  • 1 bolli sykur
  • ½ bolli smjör
  • ½ bolli olía
  • 2 egg
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. vanilla
  • 3 bollar hveiti
  • ½ bolli smá súkkulaðibitar
  • 1 bolli M&M

Hitið ofninn í 350 gráður.

Hrærið saman smjör, olíu og sykur.

Bætið eggjum út í og þeytið þar til það er ljóst.

Bætið matarsóda, salti, dufti, vanillu og hveiti út í. Blandið vel saman.

Notið kökuskeið til að setja deigið á smurðan kökubakkann. Skreytið efst með 4-5 stk M&M.

Bakið við 170 gráður í 7-8 mínútur.

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...