Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Klassískt mæjónessalat. Þeir sem vilja endilega setja gulrót í hrásalatið sitt gera það en það verður hringt á lögguna ef notaður er ananas.
Klassískt mæjónessalat. Þeir sem vilja endilega setja gulrót í hrásalatið sitt gera það en það verður hringt á lögguna ef notaður er ananas.
Mynd / Hari
Matarkrókurinn 14. júlí 2022

Hressilegt hrásalat

Höfundur: Haraldur Jónasson

Það er gaman að grilla en við lifum ekki á grillkjötinu einu saman eða fisknum eða hverju því sem grænmetisætur setja á grillið. Það þarf meðlæti.

Kartöflur eru klassískar, hvort heldur sem þær eru í heilu lagi, annaðhvort innpakkaðar í álpappír eða skutlað berum á teinana. Hvort tveggja ljómandi gott.

Líka hægt að búta kartöflur sem ekki eru of mjölkenndar, eins og t.d. rauðar eða primier, niður og annaðhvort vanda sig við að missa þær ekki í eldinn eða notast við pönnu eða grillgrind. En við erum ekki að fara að gera kartöflur og heldur ekki maískófla, sem líka eru ljómandi á grillið – enda erum við ekki að fara að grilla neitt í dag.

Við ætlum að búa til hrásalat og það tvær tegundir. Annað er klassískt mæjónessalat sem hentar með nánast öllu í heiminum en hitt er ferskt og svo til þurrt salat.

Frábært með fiski, svíni eða kjúklingi og er það allra besta sem hægt er að setja á taco.

Byrjum á mæjónesunni áður en hún verður gul.

Klassískt hrásalat
 • 1⁄4 hvítkálshaus
 • 1⁄4 meðalstór laukur
 • 1⁄4 dl edik
 • 3-4 msk. mæjónes
 • 1 tsk. salt
 • 1 msk. sykur

Það sem þarf í þetta salat er hvítkál, laukur, edik, salt og smá sykur fyrir þá sem hann kjósa. Hægt að sleppa honum.

Hlutföllin er einfalt að muna því í þetta salat fara 1 partur af hvítkáli, 1 partur af meðalstórum lauk og 1 partur af ediki. Í þessu tilfelli og flestum reyndar, þar sem hvítkálshausar eru stórir, dugir að nota 1⁄4 kálhaus og þar af leiðandi 1⁄4 af lauk og jú 1⁄4 dl af ediki.

Einar Jónsson, garðyrkjubóndi á Reykjabakka við Flúðir, sem er einn af þeim sem skaffar okkur Íslendingum ferskt hvítkál hvert sumar, segir að til þess að láta kálið endast lengur í ísskáp, ef ekki á að nota allan hausinn í einu, sé að plokka kálblöðin af eitt og eitt í einu og geyma svo óskorinn hausinn í ísskápnum. Þannig geymist hann von úr viti.

Til að gera salatið er laukurinn saxaður smátt og settur út í edikið ásamt salti og sykri fyrir þá sem þola ekki edikið einsamalt.

Laukurinn súrsast örlítið í vökvanum og missir laukstinginn fyrir vikið. Á meðan það gerist eru kálblöðin plokkuð af og skorin í þunnar ræmur. Því lengri og þynnri því flottara er salatið á borði.

Hægt að rífa í rifjárni eða matvinnsluvél ef kunnáttunni með hníf er ábótavant eða þolinmæðin.

Kálræmurnar fara í stóra skál ásamt laukjukkinu og mæjónesi blandað saman við. Kannski 2, 3 eða 4 matskeiðar til að byrja með og bæta frekar mæjó við þetta, ef það er of þurrt. Saltið mun svo draga vökva úr kálinu þannig að ef salatið er gert daginn áður en á að neyta þess getur myndast smá pollur í botninn sem gott er að hella af áður en það er borið fram.

Salatið er best eins til tveggja daga gamalt en er líka ferskt og gott alveg eftir klukkutíma.

Ferskt hrásalat
 • 1⁄4 hvítkálshaus
 • 1⁄2 meðalstór laukur
 • 5-10 sneiðar af súrri gúrku
 • Sletta af súrugúrkusafa
 • 1 tsk. salt
 • Kreista af límónusafa

Hér á landinu bláa er sem betur fer hægt að fá hvítkál allt árið um kring en við erum sérstaklega dekruð um mitt sumar þegar sumarkál kemur frá nokkrum grænmetisbændum. Það kál hentar alveg sérstaklega vel í þetta ferska hrásalat. Hefðbundið hvítkál hentar auðvitað líka vel.

Alveg eins og í uppskriftinni að klassísku hrásalati, rífum við blöðin af kálhausnum frekar en að skera hann í báta. Nema von sé á 10–20 manns í mat.

Skerið slatta af blöðum um 1⁄4 af hvítkálshaus í þunnar ræmur, hálfan lauk líka. Skerum laukinn eins þunnt og skurðartæknin leyfir og svo eins og einn sæmilega sterkan eldpipar, t.d. jalapenjó. Því næst er uppáhaldskrukkan af súrum gúrkum tekin fram. Eftir smekk þarf að saxa 5-10 skífur smátt. Þeir sem ekki vilja súrar gúrkur geta notað pæklaðan jalapenjó í staðinn.

Hrært saman í skál ásamt klípu af salti og slettu af safanum af gúrkunum. Ekki stórri slettu, þetta á að vera frekar þurrt. Þetta er svo geymt í að minnsta kosti klukkutíma, best yfir nótt.

Súru gúrkurnar og saltið draga vökva úr lauknum og hvítkálinu sem mýkist og blandast allt í ferskt draumasalat. Rétt áður en salatið er borið fram er gott að kreista örlítið af ferskum límónusafa yfir.

Það mun enginn hringja á lögguna þótt það sé notuð sítróna í staðinn fyrir límónuna.

Skylt efni: hrásalat

Ofnbakaður þorskhnakki
Matarkrókurinn 15. september 2022

Ofnbakaður þorskhnakki

Ofnbakaður þorskhnakki með íslensku grænmeti og kremuðu byggi – 4 skammtar.

Þar sem er reykur, er bragð
Matarkrókurinn 1. september 2022

Þar sem er reykur, er bragð

Reykur er sérstaklega áhrifarík leið til að „krydda“ mat. Matur með miklu rey...

Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar
Matarkrókurinn 11. ágúst 2022

Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar

Við höldum okkur við grillið og hér er gamla góða lambið mætt í sumarboðið.

Hressilegt hrásalat
Matarkrókurinn 14. júlí 2022

Hressilegt hrásalat

Það er gaman að grilla en við lifum ekki á grillkjötinu einu saman eða fisknum...

Grillaður grísahnakki fyrir fjóra
Matarkrókurinn 30. júní 2022

Grillaður grísahnakki fyrir fjóra

Við stefnum á að gefa lesendum blaðsins hugmyndir að einföldum og bragðgóðum ...

Hálfgrillaðir kjúklingavængir
Matarkrókurinn 15. júní 2022

Hálfgrillaðir kjúklingavængir

Fátt er betra en djúsí kjúklingavængir sem þarf ekki að hafa mikið fyrir að ...

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka
Matarkrókurinn 22. apríl 2022

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka

Það er alltaf tilvalið að gera góða lambasteik, annaðhvort fylltan hrygg eða pön...

Nautasteik og bernaise-smjör
Matarkrókurinn 6. apríl 2022

Nautasteik og bernaise-smjör

Nautasteik og bernais er sígildur réttur. Hér eru kókóskúlur líka fyrir eftirrét...