Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hamborgaraboðorðin tíu og hollir valkostir
Matarkrókurinn 24. júlí 2015

Hamborgaraboðorðin tíu og hollir valkostir

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er kominn tími til að grilla. Góðir hamborgarar eru gulls ígildi en það skiptir miklu máli að nostra við þá. Það er gífurlegur munur á heimalöguðum hamborgara og farsborgara sem þú finnur í frystihólfinu. Hér eru nokkur ráð til að fullkomna borgarann. 
 
10 ráð til að gera betri  hamborgara
1. Kaupa besta mögulega hakkið. Hamborgari er í raun bara kjöt og fita í réttum hlutföllum, best kringum 20% fita og ætti að vera unnið úr framparti sem er bragðmeiri vöðvi en til dæmis meyr lærvöðvi.
 
2. Ef þú ert með hakkavél þá fyrir alla muni taktu hana úr geymslu. Notið til dæmis blöndu af sirloin og nautasíðu.
 
3. Notaðu kjöt sem hefur um 15–20% fitu. Fita gefur bragð í hamborgarann og hún kemur í veg fyrir að kjötið þorni á grillinu.
 
4. Ekki setja  bindiefni. Forðastu egg, brauðmylsnu og allt annað sem dregur úr nautakjötsbragðinu. Þessi hráefni eru fyrir svikinn héra og kjötbollur,  en ekki hamborgara.
 
5. Haldið kryddi í hófi svo bragðið af nauta­kjötinu skíni  í gegn. Helst bara  salt, pipar, smá Worcestershire-sósu og smá lauk. Þú getur einn­ig bætt við ferskum kryddjurtum, Dijon-sinnepi, gulu sinnepi eða laukdufti.
 
6. Ekki yfirvinna kjötið. Kjötið þarf ekki að þjappa í flatköku til að það haldist saman.
 
7. Reynið að gera jafn þykka hamborgara til að grillunin verði jöfn. Þá er betra að setja tvo minni borgara á brauðið svo kjötið eldist jafnt.
 
8. Gott er að setja kjötið 30 mín. í frysti fyrir grill­un. Það er auðveldara að meðhöndla kalt kjöt.
 
9. Grillið með lokið niðri á  miðlungs-háum hita. Ekki ofelda. Við grillum hamborgara í 2–3 mínútur á hvorri hlið fyrir miðlungssteikt kjöt en  4–5 mínútur ef þeir eiga að vera vel steiktir.
 
10. Ekki ýta á hamborgarana  á meðan grillað er. Þá ertu að þrýsta safanum úr þeim.
 
Hafrar með ferskum berjum
Ef þú vilt dásamlegan morgunverð með ósykraðri kókosmjólk, hnetum, hindberjum og jarðarberjum, þá er þessi uppskrift fyrir þig.
 
Það er hægt að blanda ýmsum vökva í hlutföllunum 1 vökvi á móti 1 af höfrum (mjólk eða jógúrt).
 
  • 1/2 bolli valsaðir hafrar
  • 1/2 bolli kókosmjólk
  • 1 msk. Chia-fræ
  • 2 matskeiðar ristaðar möndluflögur
  • 1/2 msk. hlynsíróp
  • 1 tsk. vanilluþykkni eða dropar
Blandið öllu hráefni saman í glerkrukku. Hrærið vel, lokið og geymið í kæli yfir nótt.
Næsta morgun, fjarlægið úr ísskápnum, fyllið eða raðið lagskipt í nýjar krukkur eða glas með uppáhalds fersku ávöxtunum þínum. Njótið þessa holla og góða morgunverðar!
 
Pastalaus pastaréttur!
Margir forðast glúten eins og heitan eldinn. Eitt ráð er að skipta út hefðbundnum hráefnum með einhverju öðru. Hér er kaloríusnauður réttur sem svipar til pastaréttar þar sem tófú kemur í stað pasta. Skerið niður grænmeti í borða og notið smá tófu fyrir prótein. Borið fram með sólblómafræ-pestó sem tryggir að  hver biti mun verða skemmtileg og bragðgóð upplifun.
 
  • 2 matskeiðar ólífuolía
  • salt og pipar
  • 1 tsk. ferskt timjan
  • 1 tsk. ferskt oregano, hakkað
  • 1 haus spergilkál 
  • 1 stk. gul paprika eða grasker
  • 1 heill kúrbítur
  • 1 stk. rauð paprika
  • 1 stk. rauðlaukur
  • 1–2 stk. meðalstór gulrót
  • 1 stk. tófú eða 2 stk. eldaðar kjúklinga- bringur
 
Hráefni – basilpestó
  • 0,5 bolli sólblómafræ, liggja í bleyti í vatni yfir nótt
  • 1 lítið hvítlauksrif
  • 2 bollar klettasalat 
  • 1 bolli ferskt basillauf
  • 1/2 bolli ólífuolíu
  • 2 tsk. hunang
  • 1 sítróna, börkur
  • hálf sítróna, safi
Aðferð
Hitið ofninn í 200° C. Skerið grænmetið í borða með grænmetisflysjara. Sameinið grænmetið í skál og veltið með olíu. Kryddið með salti, pipar og kryddjurtum. Bakið grænmetið í um 10 mínútur, hrærið tvisvar á meðan eldun stendur.
 
Gerið pestó. Blandið saman sólblómafræjum, hvítlauk, klettasalati, basil, olíu, hunangi og sítrónuberki og safa þar til allt er orðið fín sósa.
 
Setjið grænmetið í stóra skál, pestó ofan á og framreiðið eins og pastarétt. Sáldrið kjúklingi eða tófú yfir salatið.

3 myndir:

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...