Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 31. mars 2021

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Að grilla lambakjötið á þennan hátt er fljótlegra og auðveldara, sumsé að hafa kjötið skorið í bita – en má líka hafa heilt lambalæri en þá er lengri eldunartími. Að auki fær kjötið mikið bragð og dýrindis skorpu af grillinu en auðvitað má elda lambakjöt í ofni.

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmaríni

Hráefni

  • 4 – 5 bitar beinlaust lambakjöt, til dæmis framhryggur eða innra læri (eða heilt úrbeinað lambalæri)
  • 1/4 bolli jómfrúar ólífuolía
  • 8 stórir hvítlauksgeirar, marðir og grófsaxaðir
  • 2 msk hakkað rósmarín
  • Salt og nýmalaður pipar


Aðferð

Skref 1
Dreifið lambakjötinu á bretti. Með úrbeiningarhníf eða skurðarhníf er lambakjötið skorið í hæfilega stóra bita. Skerið umfram fitu og sinar burt.

Skref 2
Blandið saman ólífuolíu, hvítlauk og rósmaríni á stórt, fati. Bætið lambakjötinu við og veltið upp úr. Látið marinerast við stofuhita í fjórar klukkustundir, snúið nokkrum sinnum.

Skref 3
Kveikið á grillinu. Kryddið lambið með salti og pipar; ekki skafa hvítlaukinn eða rósmarínið af. Grillið lambið yfir heitum eldi og snúið oft þar til hitamælir sýnir 60 gráður kjarnhita fyrir miðlungs steikt kjöt. Eldunartíminn er breytilegur eftir stærð og lögun á lambabitunum sem valdir eru, allt frá átta mínútum fyrir 200 g stykki í 20 mínútur fyrir 600 g stykki. Flytjið lambakjötið á bretti og látið hvíla í 15 mínútur. Sneiðið lambið þunnt og berið fram.

Undirbúningur:
Lambið getur marinerast í kæli yfir nótt. Látið ná stofuhita áður en grillað er.

Gott að bera fram með kartöflum og íslensku grænmeti og villisveppasósu.

Gott er að bera kartöflur og íslenskt grænmeti fram með grilluðu lambakjöti – og hafa villisveppasósu með.

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka
Matarkrókurinn 22. apríl 2022

Fylltur lambahryggur og púðusykurskaka

Það er alltaf tilvalið að gera góða lambasteik, annaðhvort fylltan hrygg eða pön...

Nautasteik og bernaise-smjör
Matarkrókurinn 6. apríl 2022

Nautasteik og bernaise-smjör

Nautasteik og bernais er sígildur réttur. Hér eru kókóskúlur líka fyrir eftirrét...

Kryddaðar sveppa- og spergilkálsnúðlur
Matarkrókurinn 18. mars 2022

Kryddaðar sveppa- og spergilkálsnúðlur

Shiitake sveppir gefa „kjötmikla“ áferð og bragð auk þess sem íslensku sveppirni...

Indverskur  grænmetisréttur (Dal Karry Samosa)
Matarkrókurinn 4. mars 2022

Indverskur grænmetisréttur (Dal Karry Samosa)

Bragðmikið linsubauna (dal) karrí er fyllingin fyrir samósu kodda með stökku dei...

Svartbaunakarrí og fersk lúða
Matarkrókurinn 11. febrúar 2022

Svartbaunakarrí og fersk lúða

Þetta auðvelda svarta baunakarrí er mjólkurlaust, egglaust og bragðgott, fullt a...

Sítrónu- og hvítlaukskjúklingasnitsel með fljótlegri puttanesca-sósu
Matarkrókurinn 28. janúar 2022

Sítrónu- og hvítlaukskjúklingasnitsel með fljótlegri puttanesca-sósu

Stökkt kjúklingasnitsel, borið fram með sterkri (og fljótlegri) puttanesca-tómat...

Ljúffengar jólasnittur og hunangsgljáð andabringa
Matarkrókurinn 21. desember 2021

Ljúffengar jólasnittur og hunangsgljáð andabringa

Hér eru stórkostlegar crostini-áleggshugmyndir, með hátíðarbrag. Þessir ómótstæð...

Spínatfyllt lambalæri eða hryggur og steiktar rauðrófur með geitaosti
Matarkrókurinn 17. desember 2021

Spínatfyllt lambalæri eða hryggur og steiktar rauðrófur með geitaosti

Að rúlla lambinu upp með fyllingunni er sérlega hátíðleg leið til að elda lambal...