Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 31. mars 2021

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Að grilla lambakjötið á þennan hátt er fljótlegra og auðveldara, sumsé að hafa kjötið skorið í bita – en má líka hafa heilt lambalæri en þá er lengri eldunartími. Að auki fær kjötið mikið bragð og dýrindis skorpu af grillinu en auðvitað má elda lambakjöt í ofni.

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmaríni

Hráefni

  • 4 – 5 bitar beinlaust lambakjöt, til dæmis framhryggur eða innra læri (eða heilt úrbeinað lambalæri)
  • 1/4 bolli jómfrúar ólífuolía
  • 8 stórir hvítlauksgeirar, marðir og grófsaxaðir
  • 2 msk hakkað rósmarín
  • Salt og nýmalaður pipar


Aðferð

Skref 1
Dreifið lambakjötinu á bretti. Með úrbeiningarhníf eða skurðarhníf er lambakjötið skorið í hæfilega stóra bita. Skerið umfram fitu og sinar burt.

Skref 2
Blandið saman ólífuolíu, hvítlauk og rósmaríni á stórt, fati. Bætið lambakjötinu við og veltið upp úr. Látið marinerast við stofuhita í fjórar klukkustundir, snúið nokkrum sinnum.

Skref 3
Kveikið á grillinu. Kryddið lambið með salti og pipar; ekki skafa hvítlaukinn eða rósmarínið af. Grillið lambið yfir heitum eldi og snúið oft þar til hitamælir sýnir 60 gráður kjarnhita fyrir miðlungs steikt kjöt. Eldunartíminn er breytilegur eftir stærð og lögun á lambabitunum sem valdir eru, allt frá átta mínútum fyrir 200 g stykki í 20 mínútur fyrir 600 g stykki. Flytjið lambakjötið á bretti og látið hvíla í 15 mínútur. Sneiðið lambið þunnt og berið fram.

Undirbúningur:
Lambið getur marinerast í kæli yfir nótt. Látið ná stofuhita áður en grillað er.

Gott að bera fram með kartöflum og íslensku grænmeti og villisveppasósu.

Gott er að bera kartöflur og íslenskt grænmeti fram með grilluðu lambakjöti – og hafa villisveppasósu með.

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...