Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gljáðar svínakótelettur og grænmeti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 7. ágúst 2020

Gljáðar svínakótelettur og grænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Kjöt sem er gljáð með kryddjurtum verður mjög bragðgott, þökk sé kryddleginum með ólífuolíu, timjan, rósmarín og lárviðarlaufi í aðalhlutverki. Og smá chili til að krydda lífið með.
 
Gljáðar svínakótelettur
  • 400 g svínakótelettur
  • 2 msk flögusalt
  • ½ chili kjarnhreinsað
  • 100 g ólífuolía
  • 3 kvistir timjan
  • 4 þurrkuð  lárviðarlauf
  • 2 kvistar af rósmarín
  • 4 hvítlauksrif

Aðferð
Daginn áður, saltið allar hliðar á svínakjötinu með því að nudda það með flögusaltinu, bætið síðan saxaða chili við. Setjið kjötið á disk og síðan smá ólífuolíu yfir. Merjið timjan, lárviðarlauf og rósmarín og stráið þeim yfir kjötið. Bætið mörðum hvítlauksrifjum saman við. Nuddið kryddið saman við kjötið, setjið plastfilmu yfir og látið  það hvílast í kæli í 12 klukkustundir.
 
Sama dag og á að elda kjötið, hitið þá grillið, setjið kjötið á og eldið í  5–7 mín. á hvorri hlið, látið hvíla. Sneiðið niður, saltið síðan og berið fram.
 
Með meðlæti að eigin vali.
 
 
Steikt grænmeti á pönnu 
 
Þetta steikta grænmeti er gott með cous cous eða hrísgrjónum.
 
Elskarðu grænmeti en ert ekki grænmetisæta? Undirbúið og skerið grænmeti sem til er í ísskápnum eða beint af bændamarkaði; sem er ræktað á þeim tíma sem á að elda, til dæmis papriku, gulrætur, næpu, fennel, sellerí, sveppi, kúrbít, tómata, flatbaunir og grænar baunir. 
 
Grænmetið er fjölbreytt á sumrin og á haustin þegar uppskera er í hámarki. Berið þetta fram með salati.
 
Grænmeti að eigin vali, til dæmis:
  • 1 gul paprika
  • 2 litlar gulrætur
  • 4 litlar næpur
  • 1 fennelhaus
  • 1 sellerí 
  • 4 fallegir sveppir
  • 1 kúrbítur
  • 2 tómatar
  • 100 g baunir
  • 4 vorlaukar

Annað hráefni:
  • Ólífuolía
  • ½ sítróna
  • 2 hvítlauksrif
  • 50 ml af grænmetissoði (vatn og kraftur)
  • 60 g soðnar kjúklingabaunir
  • 3 kvistir af kóríander
Fjarlægðu rótarenda og skræl. Skerið grænmetið, bætið á pönnuna papriku, gulrótum, næpu, fennel og selleríi, svo og sítrónu. Kryddið með salti og pipar.
 
Bætið síðan við sveppunum, kúrbít og tómötunum, svo og  mörðum hvítlauksrifjum.  Láttu eldast í 2 mín. yfir hóflegum hita.
 
Hellið seyði í, sjóðið og látið sjóða í 10 mín. yfir miðlungs hita.
 
Bætið við vorlauknum og baunum, því sem á að haldast grænt og fallegt. Byrjið að sjóða aftur og eldið í 2 mín.
 
Setjið kóríanderinn yfir. Takið af hit­anum.
 
Berið fram með ólífuolíu og stráið með flögusalti.Til að stjórna matreiðslu á grænmetinu, gættu þess að skera grænmetið reglulega. Mat­reiðslan verður fljót og útkoman falleg.
 
Aldrei hylja grænmeti með loki, annars missir það fallegan lit og verður grátt.
Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...