Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bakaður fiskur með avókadó- og tartarsósu
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 2. maí 2018

Bakaður fiskur með avókadó- og tartarsósu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér er uppskrift að bökuðum fiski með stökkri og kryddaðri áferð – með muldum fræjum. Hægt er að nota þorsk eða löngu til dæmis. Avócadosósan fullkomnar réttinn. 
 
Avókadó- og tartarsósa
  • 1 þroskaður avókadó
  • ¼ bolli (60 ml) majónes
  • 2 msk. (30 ml) saxað kóríander 
  • 1 tsk. (5 ml) rifinn hvítlaukur
  • 2 msk. (30 ml) ferskur limesafi
  • 1 til 2 msk. (15 til 30 ml) fínt saxað jalapeño eða chili
  • Salt
Bakaður fiskur
  • 1 msk. (25 g) graskersfræ
  • 1/8 tsk. (1 g)  chiliduft 
  • 4 tsk. (2 g) salt
  • 1/8  tsk. (1 g) pipar
  • 2 msk. (30 ml), um ólífuolía
  • 4 hvít fiskflök eða stykki, hver skammtur um 175 g
Aðferð
Taktu avókadókjötið úr með skeið, setjið í skál og blandið með gaffli þar til það hefur fengið rjómalagaða áferð með smáum bitum. Hrærið majónesinu saman við, kóríander, lime-berkinum, lime-safanum og einni matskeið jalapeño eða chili. Smakkaðu til og kryddaðu með salti og meira chili eftir smekk eða eins og þú vilt (en hafðu í huga að bragðið verður sterkara  þegar sósan fær að standa í kæli). Setjið plastfilmu yfir og kælið í að minnsta kosti 30 mínútur, eða í allt að einn dag.
 
Hitið ofninn í 230 gráður. Hitið ofnhelda pönnu.
 
Blandið graskersfræjum, chili-dufti, salti og pipar saman í litlu mortéli eða matvinnsluvél – og  hakkið saman, þó ekki það mikið að það verði að dufti. Bætið við einni matskeið (15 ml) af olíu og hrærið saman. Bættu meiri olíu við ef þess þarf.
 
Skolið fiskinn og þerrið. Setjið roðhliðina niður á pönnu. Kryddið með fræ- og kryddblöndunni.
Bakaðu í 7 til 10 mínútur, eða þar til flakið er fallega brúnt og fiskurinn eldaður. 
 
Framreiðið með bökuðu graskeri eða meðlæti að eigin vali.
 
 
Caprese-salat með Parmaskinku
Þegar sumarið er á leiðinni kemur Caprese-salat með Parmaskinku manni í sumarskapið.
  • 500 g mozzarella-ostur 
  • 3 stórir tómatar (má nota litla 
  • kokteiltómata)
  • 50 g Parmaskinka (skorið)
  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 búnt ferskt basil 
  • 1/4 tsk. flögusalt
  • 1/8 tsk. svartur pipar
Þvoið tómatana og sneiðið í þykkar sneiðar. Þeir eru bestir skornir í að minnsta kosti 0,5 cm ca þykkar sneiðar. Þú getur fjarlægt kjarnann úr til að koma í veg fyrir að salatið verði með of mikinn vökva.
 
Losið vatnið af mozzarella­ostinum. Skerið mozzarella-ostinn í sneiðar með um það bil sömu þykkt og tómatarnir.
 
Raðið lagskipt tómötum og mozzarellaosti í sneiðar. Ef þú vilt getur þú einnig bætt við sneiðum af Parmaskinku. Það getur þó verið góð hugmynd að halda Parmaskinkunni aðskildri ef einhverjir gestir vilja ekki borða hráskinku.
 
Stráið ólífuolíu yfir tómatana, mozzarellaostinn og Parma­skinkuna. Rífið hluta af  ferskum basilblöðum ofan á fatið. Saltið og piprið eftir smekk.
 
Látið fatið eða diskinn standa í um það bil 15 mínútur áður en þið framreiðið. 
 
Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...

Pönnuréttir úr afgöngum
Matarkrókurinn 13. nóvember 2023

Pönnuréttir úr afgöngum

Matarsóun er alltof mikil hjá okkur Íslendingum rétt eins og flestum vestrænum þ...

Napolí, New York ... Kópavogur
Matarkrókurinn 26. október 2023

Napolí, New York ... Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pitsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Rauðspretta í pönnu
Matarkrókurinn 12. október 2023

Rauðspretta í pönnu

Rauðspretta er afar góður matfiskur og er í algjöru uppáhaldi á mínu heimili þeg...

Veturgamalt í vetur
Matarkrókurinn 28. september 2023

Veturgamalt í vetur

Lambakjötið er nú flest allt komið úr dölunum, af fjöllum og heiðum. Þar sem það...

Steikt lamba rib-eye
Matarkrókurinn 14. september 2023

Steikt lamba rib-eye

Haustið er komið og með því göngur og réttir í sveitum landsins og meðfylgjandi ...

Miðaldramanna-salat
Matarkrókurinn 31. ágúst 2023

Miðaldramanna-salat

Árin færast hratt yfir og miðöldrunin gengur vel. En svo byrjar að smella í öllu...

Hamborgari
Matarkrókurinn 16. ágúst 2023

Hamborgari

Góður hamborgari á allar sínar vinsældir skilið, en er samt auðvitað bara hambor...