Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ærinnralæri með íslenskum jurtum
Matarkrókurinn 14. ágúst 2014

Ærinnralæri með íslenskum jurtum

Gott ærkjöt stendur alltaf fyrir sínu. Það er bragðmikið og með réttri eldun vekur það alltaf góða lukku í veislum. Nú er um að gera að nýta sér þær fjölbreyttu kryddjurtir sem vaxa í íslenskri náttúru og leyfa hugmyndafluginu að ráða við kryddun kjötsins. Með kjötinu er síðan kjörið að útbúa bragðgóða sósu.

Fyrir 4

  • 800 g ærinnralæri
  • 1 dós maltöl (soðið niður um ¾)
  • 2 msk. hunang
  • Krydd: Blóðberg, hvönn, birkilauf, te
  • 1 stk. ristuð sellerírót
  • safi úr 1 sítrónu
  • 2 marin hvítlauksrif
  • og 50 ml ólífuolía

Aðferð
Innralæri kryddað. Kryddið með íslensku te sem inniheldur, birki, hvönn og blóðberg eða öðru kryddi, helst kvöldið áður. Fyrirtækið Íslensk hollusta er með tilbúið bragðgott te sem er tilvalið sem krydd. Það er líka hægt að tína fersk krydd úti í náttúrunni eða nota það sem ræktað er heima við.
Grillið á vel heitu grilli í tvær mínútur á hvorri hlið eða þar til kjötið er orðið fallega brúnt. Kryddið með salti og pipar og ögn af hvítlauk í ólífuolíu.

Lækkið þá hitann á grillinu eða hækkið grillgrindina og grillið í 8-10 mín. í viðbót. Passið að snúa kjötinu reglulega á meðan. Penslið með niðursoðnu maltöli með ögn af hunangi, látið hvíla. Setjið á fat með kartöflum að eigin vali eða jafnvel grillaðri sellerírót sem er búið að pensla með olíu. Hana þarf að grilla þar til hún er hálfelduð í gegn, þá er hún skorin í þunna strimla og borðuð eins og hrásalat með ögn af salti og sítrónu og hvítlauksolíunni góðu.

  • Vorlauks engifer-
  • og sveppasósa
  • 150 g sveppir
  • 1 lítið knippi vorlaukur
  • 250 ml rjómi
  • 1 msk. smjör
  • 1 cm engifer
  • salt og pipar
  • ferskur graslaukur

Stilkur af vorlauk og sveppir saxaðir smátt. Steikt á pönnu með smjöri í nokkrar mínútur. Rjóma bætt við og þegar suða kemur upp er slökkt undir og hrært í sósunni. Saltað og piprað eftir smekk. Rífið ferskan engifer og fínsaxaðan graslauk í sósuna (best er að taka hýðið af engifernum áður með skeið, það er auðveldlega skafið af).

3 myndir:

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...