Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Acai-skálar og vegan-vöfflur
Matarkrókurinn 9. október 2020

Acai-skálar og vegan-vöfflur

Auðvelt er að gera skál með berja­mauki, ávöxtum og öllu uppáhaldshráefninu þannig að hún líkist svokallaðri „acai skál“. Þetta er gómsætur matur fullur af andoxunarefni og hollri fitu og ef þið gerið þetta heima er hægt að nálgast þetta hvenær sem hentar, fyrir brot af verði sem slíkt myndi kosta úti í búð.

En hvað er „acai“?
Fyrir það fyrsta, þá eru acai-berin ólík mörgum ávöxtum og berjum sem innihalda mikið af sykri og lítið af fitu. Acai-berin innihalda í raun nokkuð meira af fitu en lítið af sykri.

Uppruni þessarar „skálar“ er í Brasilíu, hún samanstendur af frosnum „acai-ávöxtum“ sem eru maukaðir og bornir fram sem „smoothie“ í skál eða glasi. Í Brasilíu eru acai-skálar venjulega toppaðar með granola, banana og guaraná-sírópi. Nokkur önnur afbrigði er þó að finna um allt land, þar á meðal acai-skálar toppaðar með tapioka-kúlum og saltari útgáfu sem er toppað með rækju eða harðfiski.

Með hjálp frá samfélagsmiðlum hafa acai-skálar orðið vinsælar, þökk sé skærum lit þeirra og úrvali af hráefni.

Acai-skála hráefni:

  • Gott er að nota hreint ósykrað acai-mauk. Ef þú finnur það ekki þá er líka acai-duft í boði.
  • Frosin bláber og jarðarber - Sem betur fer bragðast acai frábærlega með nánast hvaða ávöxtum sem er. Sem sagt, það bragðast sérstaklega dásamlega með frosnum berjum. Í raun gengur hvaða blanda sem er, með bláberjum, jarðarberjum eða brómberum.
    Banani - Helst frosnir, bananar eru náttúrulega ofursætir og ofurkremaðir (svo innihalda þeir líka kalíum!).
  • Vökvi - Já, þú þarft einhvers konar vökva til að koma hlutunum áfram. Ég bætti við mjólk til að auka prótein-up p­örvunina, en ekki hika við að bæta við ykkar eigin uppáhalds ávaxtasafa.
  • Jógúrt - Jógúrt er góð í skálina, en hentar kannski ekki öllum.
Acai-skálar

Hráefni

  • Hráefni sem fallegt er að skreyta með
  • Granola
  • Fræ
  • Hnetur
  • Ferskir niðurskornir ávextir
  • Skál fyllt með þykkum og sléttum acai smoothie

Aðferð

Búðu til þessa acai-skál í þessum einföldum skrefum:

Frystið ávextina ykkar eða kaupið frosna.

Þegar búið er að frysta ávextina eru þeir settir í stóran blandara, þá mjólkin, síðan jógúrtin og loks er frosnum bláberjum, jarðarberjum, banana og acai-berjamauki bætt við.

Gott er geyma í frysti þangað til það kemur að því að njóta þess, eða gera nokkra skammta í einu og geyma í frysti.

Skreytið svo skálina eins og þið viljið hafa hana til að fara beint á Instagram; falleg ber, banani, stökkt granola, hnetusmjör. Sumir vilja jógúrt eða skyr á toppinn.


Auðveldar vegan-vöfflur
– sem auðvelt er að breyta í vegan-borgara

Hráefni

  • 60 g hafrar
  • 60 g kínóa
  • 120 g sojamjólk
  • 30 g hlynsíróp (má sleppa í vegan borgarann)
  • 1 tsk. lyftiduft
Fyrir sætar vöfflur
  • 1 dós kókosmjólk
  • 40 g hlynsíróp
  • 1 tsk. vanilluþykkni
  • skreytið með berjum og banana


Aðferð

Breyttu höfrum og kínóa í eins konar „hveiti“ og blandaðu síðan saman við allt annað hráefni til að gera vöfflur.

Bakið með vöfflujárni á meðalhita í 3–5 mínútur á hvorri hlið.

Blandið saman kókosmjólk, hlynsírópi og vanillu og setjið í rjómasprautu.

Vegan vöffluborgari

Takið sama grunninn og bætið kryddjurtum og smá hvítlauk við, ásamt salti og pipar eftir smekk.

Mikið framboð er af vegan hamborgurum sem er gott að steikja og framreiða á vöfflu með uppáhalds íslenska grænmetinu og vegan chili-majó.

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...