Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýr kafli í skólastarfi Hallormsstaðaskóla er að hefjast, þar sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað hóf sína starfsemi fyrir 90 árum.
Nýr kafli í skólastarfi Hallormsstaðaskóla er að hefjast, þar sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað hóf sína starfsemi fyrir 90 árum.
Líf og starf 4. september 2019

Viðfangsefnin á sviði matarfræði og textíls

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr kafli í skólastarfi Hallormsstaðaskóla er að hefjast, þar sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað hóf sína starfsemi fyrir 90 árum. Inntakið í náminu hefur ætíð verið í nánum tengslum við náttúruna og náttúruleg hráefni. 

„Nýja námið okkar er bæði verklegt og bóklegt, þverfaglegt og krefjandi, þar sem fengist er við hin stóru viðfangsefni nútímans á sviði matarfræði og textíls með áherslu á sjálfbærni og sköpun,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, sem staðsettur er í miðjum stærsta skógi landsins, Hallormsstaðaskógi.

Bryndís segir meginmarkmið námsins að mennta nýja kynslóð fagfólks sem getur unnið þvert á fræði og faggreinar, hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði sjálfbærni og sköpunar með áherslu á nýtingarmöguleika auðlinda. „Markmið okkar er að gera nemendur meðvitaða um hvaðan hráefni kemur, hringrás hráefna og siðfræði náttúrunytja. Við leggjum áherslu á að nemendur öðlist færni til að fullnýta hráefnin með viðurkenndum aðferðum og að sjá nýja og skapandi möguleika við nýtingu þeirra á sjálfbæran og skapandi hátt,“ segir Bryndís.

Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla.

 

Sjálfbær nýting hráefna á faglegan og framsækinn hátt

Grunnhugmyndafræði skólans er sjálfbær nýting hráefna á faglegan, framsækinn og skapandi hátt. 

„Sjálfbærni er lykilhugtak í allri framtíðarsýn og hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að hver og einn taki ábyrgð og tileinki sér sjálfbæra hugsun á sem flestum sviðum. Slíkt er í takt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila,“ segir Bryndís. Hún segir að í raun hafi starfsemi skólans alla tíð byggt á þessari hugmyndafræði sem nú er yfirlýst stefna hans. 

„Í skólanum skapast einstakar vinnuaðstæður til að meðhöndla og vinna hráefni þar sem gamli tíminn mætir nútímatækni. Við leggjum áherslu á sjálfstæða verkefnavinnu nemenda og að þeir tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun þar sem handverk og fræði eru tengd saman. Hugað er sérstaklega að nýtingu hráefna á sjálfbæran hátt með hagsmuni neytenda og náttúruauðlinda að leiðarljósi. Námið sjálfbærni og sköpun (e. creative sustainability) á sér til að mynda fyrirmynd í Aalto-háskólanum í Finnlandi og á vonandi eftir að verða meira áberandi í framtíðinni á fleiri sviðum en matarfræði og textíls,“ segir hún.

Námið í skólanum er að stórum hluta byggt upp á MasterClass þar sem sérfræðingar leiðbeina nemendum um vinnsluaðferðir og nýtingarmöguleika. Námið er á fjórða hæfniþrepi sem gerir miklar kröfur til nemenda um fagmennsku og sjálfstæði, auk þess sem skapandi og gagnrýnin hugsun er leiðarljós í námi þeirra. 

Nýtist öllum sem vilja hafa áhrif

Bryndís segir að á Austurlandi séu endalaus tækifæri og möguleikar til nýsköpunar í textíl- og matvælaframleiðslu.

„Í Hallormsstaðaskóla er öflugur vettvangur fyrir einstaklinga sem vilja skapa ný tæki-færi, prófa sig áfram, þróa og tengja saman fræði og fram-kvæmd með sjálfbærni og sköpun að leiðarljósi. Viðfangsefnin eru þess eðlis að hver og einn getur nýtt fyrri reynslu og menntun til verkefna-vinnu og nýsköpunar. Námið er þverfaglegt og getur nýst öllum þeim sem vilja hafa áhrif og þeim sem vilja taka áskorun um stærri hnattræn verkefni,“ segir hún.

8 myndir:

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...