Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framleiðendur kynntu sig og sínar vörur á vinnustofunni á uppskeruhátíðinni.
Framleiðendur kynntu sig og sínar vörur á vinnustofunni á uppskeruhátíðinni.
Mynd / Samtök smáframleiðenda matvæla
Líf og starf 27. apríl 2022

Uppskeruhátíð og matarmarkaður í Miðfirði

Höfundur: smh

Smáframleiðendur matvæla héldu uppskeruhátíð Matsjárinnar 7. apríl  og stóðu fyrir matarmarkaði í leiðinni á Hótel Laugarbakka í Miðfirði.

Um var að ræða lokaviðburð á 14 vikna námskeiði undir merkjum Matsjárinnar sem hófs í byrjun janúar 2022. Á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö fjarfundir. Matsjáin er ætluð smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu efla tengslanet sitt í greininni. Verkefnið er sambærilegt Ratsjánni, verkefni ferðaþjónustunnar.

Daginn eftir uppskeruhátíðina fóru þátttakendur í rútuferð um svæðið til að heimsækja smáframleiðendur og fengu kynningu úr rútunni á þeim sem ekki gafst tími til að heimsækja. Síðasta stoppið var í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd þar sem fjölmargir smáframleiðendur af svæðinu framleiða vörur sínar.

Sigurdís Edda Jóhannesdóttir kom með góðgæti á markaðinn frá Ártanga.

Um 100 manns á matarmarkaðnum

Matarmarkaðurinn var haldinn í Grettissal hótelsins og er talið að um 100 manns hafi sótt hann, en hann var ekki síður haldinn til að gefa smáframleiðendunum tækifæri til að kynnast framleiðslu hvers annars.

Ragnheiður og Þröstur frá Birkihlíð á matarmarkaðinum. 

Í stýrihópi Matsjárinnar voru þær Þórhildur M. Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM), Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðvesturlandi vestra (SSNV) og Svava Björk Ólafsdóttir eigandi RATA.

Í verkefnisstjórninni voru auk stýrihópsins, fulltrúar allra landshlutasamtaka landsins.

Ráðgjafafyrirtækið RATA sá um að leiða verkefnið fyrir hönd samstarfsaðilanna. Matsjáin var styrkt af Matvælasjóði. 

Fleiri myndir frá uppskeruhátíð og matarmarkaði er að finna á Facebook-síðu SSNV.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...