Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framleiðendur kynntu sig og sínar vörur á vinnustofunni á uppskeruhátíðinni.
Framleiðendur kynntu sig og sínar vörur á vinnustofunni á uppskeruhátíðinni.
Mynd / Samtök smáframleiðenda matvæla
Líf og starf 27. apríl 2022

Uppskeruhátíð og matarmarkaður í Miðfirði

Höfundur: smh

Smáframleiðendur matvæla héldu uppskeruhátíð Matsjárinnar 7. apríl  og stóðu fyrir matarmarkaði í leiðinni á Hótel Laugarbakka í Miðfirði.

Um var að ræða lokaviðburð á 14 vikna námskeiði undir merkjum Matsjárinnar sem hófs í byrjun janúar 2022. Á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö fjarfundir. Matsjáin er ætluð smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu efla tengslanet sitt í greininni. Verkefnið er sambærilegt Ratsjánni, verkefni ferðaþjónustunnar.

Daginn eftir uppskeruhátíðina fóru þátttakendur í rútuferð um svæðið til að heimsækja smáframleiðendur og fengu kynningu úr rútunni á þeim sem ekki gafst tími til að heimsækja. Síðasta stoppið var í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd þar sem fjölmargir smáframleiðendur af svæðinu framleiða vörur sínar.

Sigurdís Edda Jóhannesdóttir kom með góðgæti á markaðinn frá Ártanga.

Um 100 manns á matarmarkaðnum

Matarmarkaðurinn var haldinn í Grettissal hótelsins og er talið að um 100 manns hafi sótt hann, en hann var ekki síður haldinn til að gefa smáframleiðendunum tækifæri til að kynnast framleiðslu hvers annars.

Ragnheiður og Þröstur frá Birkihlíð á matarmarkaðinum. 

Í stýrihópi Matsjárinnar voru þær Þórhildur M. Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM), Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðvesturlandi vestra (SSNV) og Svava Björk Ólafsdóttir eigandi RATA.

Í verkefnisstjórninni voru auk stýrihópsins, fulltrúar allra landshlutasamtaka landsins.

Ráðgjafafyrirtækið RATA sá um að leiða verkefnið fyrir hönd samstarfsaðilanna. Matsjáin var styrkt af Matvælasjóði. 

Fleiri myndir frá uppskeruhátíð og matarmarkaði er að finna á Facebook-síðu SSNV.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...