Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hulda Birna Baldursdóttir sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í útsendingu í Stúdíó Sýrlandi þegar á fyrirlestrum á Ullarþoninu stóð.
Hulda Birna Baldursdóttir sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í útsendingu í Stúdíó Sýrlandi þegar á fyrirlestrum á Ullarþoninu stóð.
Mynd / JEP
Líf og starf 6. maí 2021

Tuttugu lausnir keppa til úrslita í Ullarþoni

Höfundur: smh

Sextán teymi, sem standa á bak við tuttugu lausnum tengdum ull með einum eða öðrum hætti, komust áfram í Ullarþoninu sem haldið var á dögunum, sem er hugmyndasamkeppni Textílmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Markmiðið er að auka verðmæti ullarinnar og sérstaklega verðminnstu ullarflokkana.

Þann 17. apríl var tilkynnt um fimm efstu sætin í hverjum keppnisflokkunum fjórum; þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, blöndun annarra hráefna við ull, ný afurð og stafrænar lausnir og rekjanleiki. Alls bárust 63 gildar umsóknir í alla flokka.

Úrslit kynnt á HönnunarMars

Teymin á bak við fimm efstu hugmyndirnar í hverjum flokki munu kynna lausnir sínar með stafrænum hætti fyrir dómnefndum dagana 3.–10. maí og verða úrslit gerð kunn á HönnunarMars 20. maí. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun veita verðlaun við hátíðlega athöfn.

Eftirtaldar eru þær tuttugu lausnir sem keppa til úrslita í keppnisflokkunum fjórum:

Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull
 • Anna María G. Pétursdóttir: ,,Cool wool box“
 • María Dís Ólafsdóttir, Helga Aradóttir, Kristín S. Gunnarsdóttir og Mörður Moli Gunnarsson Ottesen: ,,Snoðbreiðan“
 • Jón Gautason og Hrönn Jónsdóttir: ,,Ullarhúsið“
 • Marie Legatelois, Júlia Brekkan og Guðni Þór Þrándarson: ,,INSUWOOL“
 • Hringanóra, Laufey Kristín Skúladóttir, Hanna Birna Sigurðardóttir: ,,Samvist, samvera, náttúra, tenging“
Blöndun annarra hráefna við ull
 • María Dís Ólafsdóttir, Helga Aradóttir, Kristín S. Gunnarsdóttir og Mörður Moli Gunnarsson Ottesen: ,,Snoðbreiðan“
 • Guðríður Baldvinsdóttir: ,,Urta(g)ull“
 • Jens Einarsson, Hlynur Halldórsson:  „Heilnæm hljóðvist“
 • Guðný Sara Birgisdóttir: ,,Spuni – Studió GÁ“
 • Árni Freyr Jónsson, Philippe Clause: ,,Ullarleður“
Ný afurð
 • Marie Legatelois, Júlia Brekkan, Guðni Þór Þrándarson: ,,INSUWOOL“
 • Hringanóra, Laufey Kristín Skúladóttir og Hanna Birna Sigurðardóttir: ,,Samvist, samvera, náttúra, tenging“
 • Þórhallur Markússon: ,,Hagall“
 • Anna María G Pétursdóttir:  ,,Cool wool box“
 • Sigrún Helga Indriðadóttir og Þórir Guðmundsson: ,,Ullarspíra“
Stafrænar lausnir og rekjanleiki
 • Móbotna - Ágústa Kristín Grétarsdóttir og Kristjana Birna Svansdóttir: ,,Lúxusvörur af forystufé“
 • Guðríður Baldvinsdóttir: ,,Rekjanleiki heim í fjárhús“
 • Hringanóra, Laufey Kristín Skúladóttir og Hanna Birna Sigurðardóttir:  „Unikind”
 • Jennifer Please:,,Spóla Iceland“
 • Þóra Margrét Lúthersdóttir og Hilma Eiðsdóttir Bakken:„QR kóði Ullar- Þóma“
400 þúsund króna sigurlaun auk gjafa

Sigurvegari í hverjum flokki hlýtur 400.000 kr. í verðlaun ásamt því að hver úr teyminu fær gjafir frá Ístex. Hallormsstaðaskóli býður einu teymi 5 vinnudaga dvöl við skólann. 

Jóhanna Erla segir að þetta sé ull þar sem snoðið er ekki klippt af í mars, þar sem ærin var of gömul.
Snoðið myndar þófasnepla og því er ullin orðin ónothæf til spuna. Á Ullarþoninu var leitað leiða til að finna slíkri ull farveg.

Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands, segir að það sé áhugaverð staðreynd að á bak við þær fimm lausnir sem valdar voru úr hverjum keppnisflokki standi fleiri en 100 þátttakendur. Dómurum hafi reynst mjög erfitt að velja úr þeim glæsilegu hugmyndum sem bárust og magnað sé hversu gróskan sé mikil í nýsköpun um aukið verðgildi ullarinnar.

Hún hvetur þau teymi sem ekki komust á topp fimm listana að leita leiða til að raungera þær, þar sem margar þeirra hafi verið mjög spennandi. Því miður hafi ekki verið pláss fyrir fleiri. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Textílmiðstöðinni, á garðabandinu við prjónaskap. Mynd / Svanhildur Pálsdóttir

Land Rover með leikaraferil
Líf og starf 28. september 2022

Land Rover með leikaraferil

Á Hvammi í Hvítársíðu er Land Rover jeppi sem hefur öðlast frægð á síðus...

Augnablik í lífi þeirra yngstu þetta sumarið
Líf og starf 27. september 2022

Augnablik í lífi þeirra yngstu þetta sumarið

Ungviðið leikur við hvern sinn fingur yfir sumartímann enda svo margt skemmtile...

Ungir bændur taka við keflinu á Brúsastöðum
Líf og starf 27. september 2022

Ungir bændur taka við keflinu á Brúsastöðum

Skafti Vignisson og Lisa Inga Hälterlein tóku um síðustu áramót við búinu ...

Ómar Ragnarsson heiðraður
Líf og starf 27. september 2022

Ómar Ragnarsson heiðraður

Ómar Ragnarsson umhverfisverndarsinni hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigri...

Að finna óvænta gleði við Tjarnarbakkann
Líf og starf 26. september 2022

Að finna óvænta gleði við Tjarnarbakkann

Tjarnarbíó sem stendur við Tjarnargötu 10D var upphaflega byggt sem íshús* ...

Sjö umhverfisviðurkenningar
Líf og starf 26. september 2022

Sjö umhverfisviðurkenningar

Alls voru sjö umhverfisviðurkenningar afhentar við athöfn í Húsi Frítímans...

Gömul skip verða ekki minjar sé þeim eytt
Líf og starf 23. september 2022

Gömul skip verða ekki minjar sé þeim eytt

„Þetta er gríðarmikið verkefni,“ segir Hörður G. Jóhannsson, sem hafist hefur...

Forsetinn heiðraði Siggu á Grund
Líf og starf 23. september 2022

Forsetinn heiðraði Siggu á Grund

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti bæinn Forsæti í Flóahrepp...