Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrjár skáldkonur
Líf og starf 20. desember 2022

Þrjár skáldkonur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skriða á Patreksfirði hefur sent frá sér þrjár bækur. Tvær ljóðabækur, Næturlýs og Spádómur fúl­eggsins og eina barna­bók, Með vindinum liggur leiðin heim.

Með vindinum liggur leiðin heim er barnabók eftir Auði Þórhallsdóttur. Töfrar lífsins gerast í lítilli vík í norðri þegar andarungar skríða úr eggjum. Andamamma brýnir fyrir börnum sínum hversu mikilvægt sé að halda hópinn en einn þeirra gleymir sér yfir undrum veraldar og týnist.

Gamall lífsreyndur hundur finnur ungann og með þeim tekst einstök vinátta. Þrátt fyrir að unginn finni öryggi og ást hjá hundinum og fjölskyldu hans þá býr innra með honum þrá eftir frelsi fuglanna. Bókin byggir á sannri sögu af vinskap hunds og andarunga.

Næturlýs er ljóðabók eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur. Þetta er þriðja ljóðabók höfunda og segir í kynningu að ljóðin séu myrk og meitluð og draga lesandann inn á svið þar sem öll skilningarvit eru virkjuð.

Spádómur fúleggsins er ljóðabók eftir Birtu Ósmann Þórhallsdóttur og jafnframt fyrsta ljóðabókin sem hún gefur út undir eigin nafni. Bókin fjallar um það að nema drauma, að nema tíma fugla, fiska og manna, að nema það sem kemur og hverfur. Birta hefur áður sent frá sér örsagnasafnið Einsamræður og hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016.

Skylt efni: bókaútgáfa

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f