Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Við gerðum upp gamlan Ferguson, hundrað og sextíu fimmu. Þegar kom að því að mála hann gerði ég það í John Deere litum, einkum til að sveitungar mínir fengu eitthvað til að tala um. Nefndi hann Rán Deere því það var dýrt að gera hann upp. Þetta stappar nærri guðlasti og nokkuð ófriðlegt varð um sinn en nú eru flestir búnir að jafna sig,“ segir Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka.
„Við gerðum upp gamlan Ferguson, hundrað og sextíu fimmu. Þegar kom að því að mála hann gerði ég það í John Deere litum, einkum til að sveitungar mínir fengu eitthvað til að tala um. Nefndi hann Rán Deere því það var dýrt að gera hann upp. Þetta stappar nærri guðlasti og nokkuð ófriðlegt varð um sinn en nú eru flestir búnir að jafna sig,“ segir Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 19. desember 2022

Sakamálasaga sveitamanns

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Ég er Norðlendingur sem hefur verið breytt í Sunnlending með lævíslegum og kvenlegum aðferðum Sunnlendinga,“ segir Óskar Magnússon, bóndi og rithöfundur á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð.

Óskar gefur nú út þriðju bókina í röð bóka um Stefán Bjarnason hæstaréttarlögmann, sem að hans sögn er harðsnúinn í réttarsölum en ístöðulítill sem leir í návist fagurra kvenna.

Í Leyniviðauka 4 er framið hrottalegt morð í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og við tekur flókin sakamálarannsókn sem lyktar með óvæntri fléttu. Sveitin er aldrei langt undan í bókum Óskars en í þeim má finna sterka skírskotun til talsmáta og lífshátta bænda. „Við búum á Sámsstaðabakka sem er hluti af Vestur-Sámsstöðum en þaðan er eiginkona mín, Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir listmálari, dóttir Sigurðar Árnasonar og Hildar Árnason. Þar rækta ég landið og heyja en held lítið af skepnum og alls ekki hross,“ segir Óskar. „Ég er nóg hross sjálfur.“

Fljótshlíðin er jafnan stutt undan í sögum Óskars og sumar sögurnar gerast beinlínis þar. Þar hafa bankamenn farið ránshöndum um hérað, bandarískur sendiherra verið myrtur í sumarbústað og strokufangi flúið af Múlakotsflugvelli.

Óskar gaf líka út á árinu bókina Jagúar skáldsins sem fjallar um landsfræga bifreið Nóbelskáldsins. Það er lítil bók en lagleg. Um hana er sagt á bókarkápu:

„Hér segir Óskar Magnússon dásamlegar skemmtisögur af bílnum og eiganda hans, Halldóri Laxness, en hann kynntist báðum og hlutaðist nokkuð til um samferð þeirra.“

Skylt efni: bókaútgáfa

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...