Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Rífandi stemning
Líf og starf 31. október 2022

Rífandi stemning

Höfundur: Óskar Hafsteinn Óskarsson

Fjölmenni sótti vel heppnaða hrútasýningu sem Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna hélt laugardaginn 15. október síðastliðinn í Reiðhöllinni á Flúðum. Ekki var aðeins margt um manninn heldur var líka mikið af fallegu fé.

Alls komu kindur frá tólf bæjum í sveitinni og gat þar að líta lambhrúta af ýmsum litum og gerðum og lambgimbrar sömuleiðis og margar mjög litskrúðugar. Einnig mátti sjá forystufé. Það kom einmitt í hlut forystugimbrarinnar Geðprýði að útnefna sigurvegara í rollubingóinu en þar var afgirtu hólfi skipt í 36 reiti og viðstaddir biðu í ofvæni eftir því að Geðprýði gerði stykkin sín í réttu reitina.

Dómarar og helstu úrslit

Sérlegir dómarar hrútasýning- arinnar voru Sigurfinnur Bjarkarson frá Tóftum og Jökull Helgason á Ósabakka. Þeir sýndu mikla færni í störfum sínum og útskýrðu dómana fyrir viðstöddum.

Í flokki mislitra lambhrúta varð efstur grár hrútur, undan Brekasyn, frá Skipholti 3, í öðru sæti varð Hnokkasonur frá Þverspyrnu og í því þriðja varð mórauður hrútur frá Hruna undan Gretti. Í hópi veturgamalla hrúta varð í fyrsta sæti hrútur frá Langholtskoti undan Heimakletti, í öðru sæti hrútur undan heimahrúti í Hruna og í því þriðja Heimaklettssonur frá Þverspyrnu. Í fyrsta sæti í flokknum best gerða gimbrin varð gimbur frá Hrepphólum sem er undan Amorssyni. Í öðru sæti gimbur frá Hruna undan Viðari sæðingarstöðvarhrúti og í því þriðja gimbur frá Grafarbakka undan heimahrúti.

Um fjörutíu hrútar komu til álita í flokki hvítra lambhrúta en þar varð efstur, eftir mikið þukl og vangaveltur hjá dómurum, hrútur frá Hruna sem er undan heimahrúti, í öðru sæti varð kollóttur hrútur frá Magnúsi og Alinu á Kópsvatni sem er ættaður frá Broddanesi á Ströndum og í því þriðja hrútur frá Haukholtum undan Viðari.

Þukl og skrautlegasta gimbrin

Gestum hrútasýningarinnar boðið að þukla fjóra lambhrúta og raða þeim upp eftir gerð.

Góð þátttaka var í þuklinu og svo fór að Björgvin Ólafsson frá Hrepphólum og Ragnar Lúðvík Jónsson, tengdasonur á Högnastöðum, fóru með sigur af hólmi. Einnig kom til kasta allra viðstaddra á sýningunni að kjósa skrautlegustu gimbrina en þar komu margar fallegar til álita. Þegar búið var að telja upp úr kössunum stóð efst móflekkótti bingóstjórinn, Geðprýði, frá Hrafnkelsstöðum.

Það kom í hlut íhaldsmanns síðustu hrútasýningar, Unnsteins Hermannssonar í Langholtskoti, að útnefna arftaka sinn. Hann valdi Óskar Snorra Óskarsson, frá Hruna, íhaldsmann sýningarinnar eftir elju og dugnað við að halda lömbum af öllum stærðum og gerðum undir dóm.

5 myndir:

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...