Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, og Tjörvi Bjarnason, sem standa að verkefninu.
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, og Tjörvi Bjarnason, sem standa að verkefninu.
Líf og starf 24. maí 2023

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum sem vilja kaupa íslenska búvöru og matvæli.

Puttalingar frá Matlandi.

Matland er í samstarfi við bændur og aðra íslenska matvælaframleiðendur, auk þess að vera með eigin vöruþróun í samstarfi við Pylsumeistarann. Fyrir skemmstu voru snakkpylsur úr ærkjöti markaðssettar, sem Puttalingar heita. Tjörvi Bjarnason er fram- kvæmdastjóri Matlands, en hann er kunnur af störfum sínum fyrir Bændasamtök Íslands til margra ára. „Puttalingarnir eru snakkpylsur úr ærkjöti sem er ættað frá Kristínu og Sindra í Bakkakoti. Þetta er ný vara á markaðnum og er hluti af þróunarverkefni um nýjar matvörur úr ærkjöti sem meðal annars hefur hlotið styrk frá Matvælasjóði og úr Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar,“ segir hann.

Fleiri vörutegundir úr ærkjöti

„Puttalingarnir eru að mörgu leyti líkir áþekkum snakkpylsum sem eru vinsælar hjá íþróttafólki sökum hás próteininnihalds. Þá hefur komið í ljós að börn og unglingar kunna vel að meta Puttalingana og bjóráhugafólk er síður en svo eftirbátar þeirra því snakkpylsurnar fara sérlega vel með öli,“ bætir Tjörvi við.

Það er Matland og Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, sem standa að verkefninu. „Auk Puttalinganna höfum við þróað og framleitt í tilraunaskyni ærskinku, salami, kjötbollur úr ærkjöti og auðvitað gömlu góðu bjúgun sem eru úr 98 prósent kjöti. Við erum í miðju kafi í þessu og vörurnar lofa góðu, þær eru bragðgóðar og þeir sem hafa smakkað láta vel af. Sigurður í Pylsumeistaranum hefur það sem sérstakt keppikefli að framleiða vörur sem eru lausar við öll óþörf íblöndunarefni og innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt.“

„Um þúsund tonn falla til árlega af kindakjöti sem lítið fæst fyrir. Raunar er afurðaverðið svo lágt að það dekkar vart sláturkostnað, hvað þá að borga bóndanum laun,“ segir Tjörvi.

Lágt afurðaverð fyrir ærkjötið

Tjörvi segir að kveikjan að því að þróa kjötvörur úr ærkjöti hafi verið hvað bændur fá sorglega lítið greitt fyrir þessa kjötafurð. „Um þúsund tonn falla til árlega af kindakjöti sem lítið fæst fyrir. Raunar er afurðaverðið svo lágt að það dekkar vart sláturkostnað, hvað þá að borga bóndanum laun.

Frá því að verkefnið hófst sjáum við að það er hægt að gera ýmislegt með ærkjötið.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...