Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, og Tjörvi Bjarnason, sem standa að verkefninu.
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, og Tjörvi Bjarnason, sem standa að verkefninu.
Líf og starf 24. maí 2023

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum sem vilja kaupa íslenska búvöru og matvæli.

Puttalingar frá Matlandi.

Matland er í samstarfi við bændur og aðra íslenska matvælaframleiðendur, auk þess að vera með eigin vöruþróun í samstarfi við Pylsumeistarann. Fyrir skemmstu voru snakkpylsur úr ærkjöti markaðssettar, sem Puttalingar heita. Tjörvi Bjarnason er fram- kvæmdastjóri Matlands, en hann er kunnur af störfum sínum fyrir Bændasamtök Íslands til margra ára. „Puttalingarnir eru snakkpylsur úr ærkjöti sem er ættað frá Kristínu og Sindra í Bakkakoti. Þetta er ný vara á markaðnum og er hluti af þróunarverkefni um nýjar matvörur úr ærkjöti sem meðal annars hefur hlotið styrk frá Matvælasjóði og úr Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar,“ segir hann.

Fleiri vörutegundir úr ærkjöti

„Puttalingarnir eru að mörgu leyti líkir áþekkum snakkpylsum sem eru vinsælar hjá íþróttafólki sökum hás próteininnihalds. Þá hefur komið í ljós að börn og unglingar kunna vel að meta Puttalingana og bjóráhugafólk er síður en svo eftirbátar þeirra því snakkpylsurnar fara sérlega vel með öli,“ bætir Tjörvi við.

Það er Matland og Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, sem standa að verkefninu. „Auk Puttalinganna höfum við þróað og framleitt í tilraunaskyni ærskinku, salami, kjötbollur úr ærkjöti og auðvitað gömlu góðu bjúgun sem eru úr 98 prósent kjöti. Við erum í miðju kafi í þessu og vörurnar lofa góðu, þær eru bragðgóðar og þeir sem hafa smakkað láta vel af. Sigurður í Pylsumeistaranum hefur það sem sérstakt keppikefli að framleiða vörur sem eru lausar við öll óþörf íblöndunarefni og innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt.“

„Um þúsund tonn falla til árlega af kindakjöti sem lítið fæst fyrir. Raunar er afurðaverðið svo lágt að það dekkar vart sláturkostnað, hvað þá að borga bóndanum laun,“ segir Tjörvi.

Lágt afurðaverð fyrir ærkjötið

Tjörvi segir að kveikjan að því að þróa kjötvörur úr ærkjöti hafi verið hvað bændur fá sorglega lítið greitt fyrir þessa kjötafurð. „Um þúsund tonn falla til árlega af kindakjöti sem lítið fæst fyrir. Raunar er afurðaverðið svo lágt að það dekkar vart sláturkostnað, hvað þá að borga bóndanum laun.

Frá því að verkefnið hófst sjáum við að það er hægt að gera ýmislegt með ærkjötið.

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...

Skaði asparglytta myndaður með dróna
Líf og starf 29. maí 2023

Skaði asparglytta myndaður með dróna

Rannsóknarsvið Skógræktarinnar á Mógilsá verður með spennandi verkefni í sumar, ...