Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Páll Sigurðsson, nýr skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar. Hann tekur við starfinu um áramótin. Hann verður með skrifstofu á Selfossi.
Páll Sigurðsson, nýr skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar. Hann tekur við starfinu um áramótin. Hann verður með skrifstofu á Selfossi.
Mynd / Linn Bergbrant
Líf og starf 11. janúar 2023

Páll ráðinn í starf skipulagsfulltrúa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Páll Sigurðsson skógfræðingur var nýlega ráðinn úr hópi 19 umsækjenda í stöðu skipulagsfulltrúa hjá Skógræktinni.

„Það er margt á döfinni í skógræktarmálum núna og vonandi tekst mér vel að halda því við og þróa sem mér er trúað fyrir. Starfið felst m.a. í umsögnum um skógrækt í skipulagsmálum, leiðbeiningum og aðstoð við sveitarfélög og aðra í þeim málum. Nú og svo stendur fyrir dyrum að vinna landshlutaáætlanir í skógrækt og endurskoða gæðaviðmið í skógrækt. Ég hlakka til að takast á hendur krefjandi og skemmtilegt starf,“ segir hann.

Páll er í doktorsnámi við Land- búnaðarháskóla Íslands en hefur áður lokið fimm ára námi í skógfræði frá Arkangelsk-háskóla í Rússlandi og doktorsprófi frá sama skóla. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem brautarstjóri BS-náms í skógfræði við LbhÍ og kennt bæði við háskóla- og starfsmenntanámið.

Námið í Rússlandi

„Ég lærði skógfræðina við gamlan og gróinn skóla norður í Arkangelsk. Timbrið og skógurinn spila stórt hlutverk þar, t.d. voru gangstéttirnar í heilu hverfunum úr tréplönkum, nokkurs konar trébrýr. Stundum sleipar í rigningu, en mjúkt undir fót,“ segir Páll aðspurður um námið í Rússlandi.

Hann segir gott að tileinka sér fagþekkinguna í landi þar sem er löng og rík hefð fyrir nýtingu, iðnaði og sambúð við skóg. Allt sé þetta okkur Íslendingum kannski fjarlægt á vissan hátt.

„Maður þarf líka að máta það við veruleikann hér á landi. Við erum að fást við öðruvísi aðstæður og vandamál hér. Markmiðin og leiðirnar að þeim eru þess vegna aðrar. Þannig að það er nú ekki síður margt sem maður lærir af því að vinna í skógrækt hérna heima, en maður lærir í skólum erlendis.“

Páll bjó í áratug í Arkangelsk en kom heim fyrir sjö árum og býr núna í Sandvíkurhreppi hinum forna í Árborg, þaðan sem hann er ættaður. „Ég hugsa með hlýju til þessa tíma úti og alls fólksins sem ég kynntist. En það hefur verið óskemmtilegt að fylgjast með fréttum undanfarið tæpt ár,“ segir Páll.

Skylt efni: Skógrækt

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...