Páll Sigurðsson, nýr skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar. Hann tekur við starfinu um áramótin. Hann verður með skrifstofu á Selfossi.
Páll Sigurðsson, nýr skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar. Hann tekur við starfinu um áramótin. Hann verður með skrifstofu á Selfossi.
Mynd / Linn Bergbrant
Líf og starf 11. janúar 2023

Páll ráðinn í starf skipulagsfulltrúa

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Páll Sigurðsson skógfræðingur var nýlega ráðinn úr hópi 19 umsækjenda í stöðu skipulagsfulltrúa hjá Skógræktinni.

„Það er margt á döfinni í skógræktarmálum núna og vonandi tekst mér vel að halda því við og þróa sem mér er trúað fyrir. Starfið felst m.a. í umsögnum um skógrækt í skipulagsmálum, leiðbeiningum og aðstoð við sveitarfélög og aðra í þeim málum. Nú og svo stendur fyrir dyrum að vinna landshlutaáætlanir í skógrækt og endurskoða gæðaviðmið í skógrækt. Ég hlakka til að takast á hendur krefjandi og skemmtilegt starf,“ segir hann.

Páll er í doktorsnámi við Land- búnaðarháskóla Íslands en hefur áður lokið fimm ára námi í skógfræði frá Arkangelsk-háskóla í Rússlandi og doktorsprófi frá sama skóla. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem brautarstjóri BS-náms í skógfræði við LbhÍ og kennt bæði við háskóla- og starfsmenntanámið.

Námið í Rússlandi

„Ég lærði skógfræðina við gamlan og gróinn skóla norður í Arkangelsk. Timbrið og skógurinn spila stórt hlutverk þar, t.d. voru gangstéttirnar í heilu hverfunum úr tréplönkum, nokkurs konar trébrýr. Stundum sleipar í rigningu, en mjúkt undir fót,“ segir Páll aðspurður um námið í Rússlandi.

Hann segir gott að tileinka sér fagþekkinguna í landi þar sem er löng og rík hefð fyrir nýtingu, iðnaði og sambúð við skóg. Allt sé þetta okkur Íslendingum kannski fjarlægt á vissan hátt.

„Maður þarf líka að máta það við veruleikann hér á landi. Við erum að fást við öðruvísi aðstæður og vandamál hér. Markmiðin og leiðirnar að þeim eru þess vegna aðrar. Þannig að það er nú ekki síður margt sem maður lærir af því að vinna í skógrækt hérna heima, en maður lærir í skólum erlendis.“

Páll bjó í áratug í Arkangelsk en kom heim fyrir sjö árum og býr núna í Sandvíkurhreppi hinum forna í Árborg, þaðan sem hann er ættaður. „Ég hugsa með hlýju til þessa tíma úti og alls fólksins sem ég kynntist. En það hefur verið óskemmtilegt að fylgjast með fréttum undanfarið tæpt ár,“ segir Páll.

Skylt efni: Skógrækt

Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa
Líf og starf 31. janúar 2023

Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Orb vinnur að hugbúnaði sem mælir og áætlar kolefn...

Breyttir tímar
Líf og starf 31. janúar 2023

Breyttir tímar

Dagana 12. og 13. janúar var haldin í Hörpu ráðstefnan „Psychedelics as Medicine...

„Þetta getur varla verið svo flókið“
Líf og starf 27. janúar 2023

„Þetta getur varla verið svo flókið“

„Þetta getur nú ekki verið svo flókið, við hljótum að gera gert þetta.“ Hver hef...

Að eldast með reisn
Líf og starf 26. janúar 2023

Að eldast með reisn

Öll skulum við ganga með sæmd og veita öðrum af visku okkar svo lengi sem við dr...

Sveitarfélög styðja hestamenn
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn...

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“
Líf og starf 24. janúar 2023

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, hl...

Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju ...

Tæknilegur Finni
Líf og starf 23. janúar 2023

Tæknilegur Finni

Bændablaðið fékk að prufa nýjan traktor á dögunum sem Aflvélar flytja inn. Eins ...