Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi á síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra.
Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi á síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra.
Mynd / Jón Jónsson
Líf og starf 17. nóvember 2017

Ný, reykt og söltuð svið og rjúkandi sviðalappir

Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra. Þetta er í sjötta skipti sem sviðaveisla er haldin og var húsfyllir á skemmtuninni. 
 
Gestir gæddu sér á nýjum, reyktum og söltuðum sviðum, rjúkandi heitum sviðalöppum og nýrri og reyktri sviðasultu. Í eftirrétt var síðan Sherry-frómas, ávaxtagrautur og hinn sívinsæli blóðgrautur sem er jafnan á boðstólum. Reyktu og söltuðu sviðin koma frá Húsavíkurbúinu við Steingrímsfjörð og það eru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson sem verka þau. 
 
Margir leggja hönd á plóg
 
Að venju sáu heimamenn um veislustjórn og skemmtiatriði, Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkjubóli, var veislustjóri og Skagfirðingurinn og Strandamaðurinn Eiríkur Valdimarsson á Hólmavík var ræðumaður kvöldsins. Kristín Einarsdóttir og Gunnar Jóhannsson í Hveravík sáu um tónlistaratriði og skemmtisögur.
 
Allt var það ljóm­andi vel heppnað og bráðskemmtilegt. Margir leggja hönd á plóginn við undirbúning veislunnar. Öll sú fyrirhöfn er unnin í sjálfboðavinnu og sama gildir um þá sem troða upp.  Fyrir það eru forsvarsmenn Sauðfjársetursins þakklátir. 
 
Massey Ferguson til skreytinga
Líf og starf 7. júní 2023

Massey Ferguson til skreytinga

Nemendur í 5. bekk í Egils­staðaskóla, saumuðu sér á dögunum sundpoka í textílme...

Lengi býr að fyrstu gerð
Líf og starf 7. júní 2023

Lengi býr að fyrstu gerð

Annan hvern fimmtudag fara mæðgurnar Björk Konráðsdóttir og hin eins árs gamla H...

Bílalakk ... naglalakk ...
Líf og starf 6. júní 2023

Bílalakk ... naglalakk ...

Í upphafi, eða að minnsta kosti fyrir þúsundum ára, hófu bæði konur og karlar að...

Matvælaframleiðsla á Íslandi heldur ekki í við fólksfjölgun
Líf og starf 5. júní 2023

Matvælaframleiðsla á Íslandi heldur ekki í við fólksfjölgun

Í núgildandi búvörusamningum og nýkynntum drögum að matvæla­áætlun ríkisins eru ...

Einstök sundlaug
Líf og starf 2. júní 2023

Einstök sundlaug

Í sumar verður 100 ára afmæli Seljavallalaugarinnar fagnað. Aðdragandi að byggin...

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...