Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á sýningunni Hreindýrin á Austurlandi er fjallað um þessi einkennisdýr fjórðungsins og hvernig þau hafa í gegnum tíðina skapað náttúru og menningu hans sérstöðu.
Á sýningunni Hreindýrin á Austurlandi er fjallað um þessi einkennisdýr fjórðungsins og hvernig þau hafa í gegnum tíðina skapað náttúru og menningu hans sérstöðu.
Líf og starf 19. september 2022

Mannlíf og menning á Austurlandi fyrr og nú

Höfundur: DÓJ

Minjasafn Austurlands á Egils­stöðum á rætur sínar að rekja til ársins 1942 þegar samþykkt var á fundi í Atlavík að hefja skyldi undirbúning að stofnun byggðasafns á Austurlandi.

Í dag er safnið viðurkennt safn samkvæmt safnalögum og starfar í Safnahúsinu á Egilsstöðum þar sem það er til húsa með Héraðsskjalasafni Austfirðinga og Bókasafni Héraðsbúa. Á safninu eru varðveittir í kringum 12.000 gripir og þar starfa þrír starfsmenn í tæplega þremur stöðugildum.

Safnið er vinsæll áfangastaður ferðamanna og segir Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnstjóri að sumarið hafi verið gott. „Við höfum aldrei fengið eins marga gesti og í sumar sem skýrist einna helst af því að hópum sem koma til okkar úr skemmtiferðaskipum hefur fjölgað. Íslendingar eru líka duglegir að heimsækja safnið þó þeir hafi verið færri í sumar en síðustu sumur þegar allir ferðuðust innanlands.“

Í sýningarsal safnsins eru tvær grunnsýningar. Annars vegar sýningin Sjálfbær eining þar sem fjallað er um gamla sveitasamfélagið á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Sýningin hverfist í kringum baðstofuna frá bænum Brekku í Hróarstungu sem er til sýnis á safninu og áhersla er lögð á að sýna hvernig hvert heimili þurfti að vera sjálfu sér nægt um allar helstu nauðsynjar. Hin sýningin ber heitið Hreindýrin á Austurlandi og fjallar um þessi einkennisdýr fjórðungsins og hvernig þau hafa í gegnum tíðina skapað náttúru og menningu hans sérstöðu.

Með reglulegu millibili eru einnig settar upp fjölbreyttar smærri sýningar, annaðhvort úr safnkosti safnsins eða í samstarfi við aðila utan þess. Sumarsýning safnsins er einmitt afrakstur slíks samstarfs en þar eru til sýnis skúlptúrar og myndverk eftir franska listamanninn François Lelong sem hafa vakið mikla athygli. „François er mikill Íslands- og Austurlandsvinur og verk hans eru innblásin af hreindýrunum og náttúru Austurlands svo þau passa afar vel inn hér hjá okkur. Hann sækir efniviðinn í náttúruna og nær með mjög skemmtilegum hætti að sýna fram á samspil ólíkra þátt í náttúrunni,“ segir Elsa Guðný.

Þó ferðamönnunum fækki þegar hausta fer er nóg fram undan hjá Minjasafni Austurlands. „Þegar skólarnir fara í gang fer safnfræðslan líka á fullt en við höfum unnið markvisst að því undanfarin ár að efla hana. Þá tökum við líka þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, sem fram fer í haust og í bígerð er fyrirlestraröð í samstarfi við fleiri stofnanir á Austurlandi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta fræðilega fyrirlestra. Meðfram þessu er alla daga unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að safnkostinum sjálfum, þ.e. skráningu, ljósmyndum og varðveislu, enda er safnkosturinn hjartað í safninu,“ segir Elsa Guðný.

Skylt efni: söfnin í landinu

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi
Líf og starf 28. september 2023

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi

Ævar Austfjörð og kona hans, Ása Sif Tryggvadóttir, hófu búskap á Hlemmiskeiði 1...

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“
Líf og starf 28. september 2023

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“

Þröstur Njálsson er fyrrverandi togarasjómaður sem snapaði sér sína fyrstu veiði...

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum
Líf og starf 28. september 2023

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum

Leiðtogafundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var haldinn í vikunni í N...

Melarétt í Fljótsdal
Líf og starf 27. september 2023

Melarétt í Fljótsdal

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar í Fljótsdal. Réttað var 17. sept...

Dress í anda Yellowstone
Líf og starf 27. september 2023

Dress í anda Yellowstone

Þann 7. desember árið 1977 birtist grein undir þáverandi „Tískuhorni“ Dagblaðsin...

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...