Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Tryggvi á fullu við lagfæringar á húsinu.
Tryggvi á fullu við lagfæringar á húsinu.
Mynd / Úr einkasafni
Líf og starf 15. október 2020

Leggur til að byggingarreglugerð verði breytt til að draga úr skriffinnsku og kostnaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Tryggvi Gunnarsson skipstjóri, sem gjarnan er kenndur við Flatey á Breiðafirði, er ófaglærður hagleiksmaður og hefur unnið öll helstu verk er tengjast húsbyggingum. Tryggvi er nú búsettur á Seyðisfirði þar sem hann hefur undanfarið staðið í endurbótum á húsi sem hann keypti þar. Hann hefur velt fyrir sér hvernig megi minnka flækjustig við endurnýjun húsa og nýbygginga með því að einfalda regluverk, án þess þó að slakað sé á byggingarkröfum.

Tryggvi hefur sett saman tillögur að breytingum á núgildandi byggingar-reglugerð sem lagðar hafa verið fyrir þar til bær ráðuneyti, en vildi gjarnan sjá almenna umræðu og jafnvel fleiri tillögur til bóta. Hann hefur sent Bændablaðinu þessar tillögur sínar með von um að þær veki umræðu, meðal annars hjá bændum sem þurfa stöðugt að vera í viðhaldi og byggingu húsa fyrir sína starfsemi. Hann leggur þó áherslu á að hvergi verði slakað á kröfum um gæði bygginga.

Byggingarreglugerðin er í sjálfu sér ekki kolómögulegt plagg

„Hafa þarf í huga þegar tillögurnar mínar eru lesnar, að á bak við þær stendur núgildandi byggingarreglugerð, sem er í sjálfu sér ekki kolómögulegt plagg en vonandi ber okkur gæfa til að laga hana svolítið til þannig að hún virki hvetjandi en ekki letjandi inn í samfélag okkar.“

Barbapabbahúsið á Seyðisfirði sem Tryggvi keypti. Það er nokkuð augljóst af hverju húsið fékk þetta nafn. 

Keypti Barbapabbahúsið 

Hver er aðdragandinn að þessum tillögum þínum?

„Jú, ég keypti Barbapabbahúsið, eins og það er stundum kallað hér á Seyðisfirði, og er búinn að taka það í nefið hvað endurbætur varðar. Það er komið nýtt rafmagn, frárennsli neysluvatns og hitalagnir, innréttingar og svo framvegis. Húsið er tvær hæðir og í því tvær samþykktar íbúðir. 

Ég hef gert þetta mest sjálfur en notið aðstoðar við klæðningu utanhúss sem er á lokasprettinum og Barbapabbi blessaður því að hverfa á næstu dögum. Ég nota símann óspart ef einhverjar spurningar vakna og tek þá myndir og spjalla við kunningjana (faglærða) í kjölfarið og fæ góð ráð. Ég hef gaman af svona stússi, eins og svo margir, og vil skila frá mér góðu verki. Í dag búum við fjölskyldan á efri hæðinni og höfum bestu leigjendur sem hugsast getur á þeirri neðri. Auðvitað er ýmislegt eftir en stóra myndin er við það að líta dagsins ljós.“

 Vill draga úr skriffinnsku og minnka flækjustig og kostnað

„Með þessum tillögum langar mig til að gera einstaklingum auðveldara að koma sér þaki yfir höfuðið á sínum leigu- eða eignarlóðum og bændum möguleika á að byggja bú sín upp á þeirra hraða og nýta þá verkkunnáttu sem svo margir búa yfir. 

Við upplifum nú tíma sem eru harla óvenjulegir vegna heimsfaraldurs og tel ég því mikilvægt að nýta nú sem aldrei fyrr alla þekkingu og verkkunnáttu hvers einasta einstaklings til uppbyggingar og sjálfbærni landi okkar til heilla.  

Best væri að draga úr skriffinnsku og minnka flækjustig ef þú hyggst byggja fyrir sjálfan þig til eigin nota. Tel einnig að með þessum tillögum megi draga úr beinum kostnaði og einstaklingar fái að njóta þess að vera á góðu kaupi hjá sjálfum sér til uppbyggingar á svo mörgum sviðum.  

Fjöldi bygginga hefur verið byggður í gegnum árin af hugviti og elju einstaklinga og langar mig að nefna eitt dæmi til gamans. Gamla Ríkið á Seyðisfirði var á dögunum afhent af ríkinu bæjaryfirvöldum til uppgerðar og varðveislu ásamt veglegri fjárhæð sem meðgjöf til endurbótanna. Þetta fallega og merkilega hús er byggt kringum mastur af franskri skútu, stendur enn og vonandi um ókomin ár,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Hann leggur til á minnisblaði eftirfarandi breytingar á byggingarreglugerð:

Tillögur um breytingar á byggingarreglugerð

„Eftirfarandi eru tillögur mínar um breytingar á gildandi byggingarreglugerð vegna bygginga einstaklinga á mannvirkjum á eigin lóðum og jörðum.  

Eftirtaldir aðilar/mannvirki verði undanþegin byggingarleyfi en þó ávallt leyfisskyld:

Einstaklingar á leigu og einkalóðum:

Eitt hús til eigin nota með að hámarki 2 samþykktar íbúðir þar sem önnur íbúðin er ætluð til útleigu.

Bílskúrar + vinnustofur + gestahús + gróðurhús + geymslur og einnig frístundahús á annarri lóð eða landi í hans eigu.

Bændur og jarðaeigendur:

Eitt hús til eigin nota, að hámarki 2 samþykktar íbúðir þar sem önnur íbúðin er ætluð til útleigu eða til að hýsa starfsfólk.

Gripahús + vinnustofur + bílskúrar + vélageymslur + gróðurhús og hús til ferðaþjónustu  + bátaskýli + veiðihús + önnur hús er nýtast starfsemi innan viðkomandi bújarðar og  einnig frístundahús á annarri lóð eða landi í hans eigu.

Barbapabbahúsið áður en Tryggvi hóf að gera á því endurbætur. 

Undanþága við byggingar til eigin nota

 „Skilyrði fyrir undanþágu frá byggingarleyfi verður m.a. að eignin verði ekki seld innan 2 ára frá því að byggingu er lokið að fullu samkvæmt lokaúttekt þar til hún er seld að fullu eða að hluta til þriðja aðila. Sé það gert fyrr skal veita undanþágu vegna sérstakra aðstæðna (t.d. vegna fráfalls eða veikinda innan nánustu fjölskyldu) er upp kunna að koma. Þá skal fara fram úttekt á því sem búið er að framkvæma af viðkomandi byggingaryfirvöldum sé mannvirki óklárað og hafi lokaúttekt ekki farið fram. Undanþágu veitir t.d. viðkomandi sveitarstjórn. 

Með þessu ákvæði er tryggt að viðkomandi mannvirki sé byggt til eigin nota en ekki til endursölu.“   

 Einstaklingum verði gefið færi á að byggja í áföngum

„Gefa verður einstaklingum færi á að byggja í áföngum (á sínum hraða) umræddar byggingar, þó með þeim hætti að gætt sé fyllsta öryggis og ekki stafi hætta af framkvæmdinni á mismunandi byggingarstigum. (Sökklar, plata frágangur lóðar með öllu sem til þarf, bygging fokheld, lokafrágangur að innan o.s.frv.) 

Upplýsingatækni verði nýtt eins og kostur er til að sannreyna verklag og frágang ýmissa atriða bygginganna, t.d. með myndum úr farsíma á sannanlegan hátt.  

Þau gögn mætti hafa til hliðsjónar við úttektir mismunandi byggingarstiga. 

Ekki er slakað á neinum kröfum skv. gildandi byggingarreglugerð hverju sinni, né í gæðum úttekta á mismunandi byggingarstigum.“  

Búið að klæða húsið og endurbætur utanhúss langt komnar.

 Ávallt í skjóli þar til bærra hönnuða og iðnmeistara

 „Viðkomandi eigandi lóða, bújarða og annars jarðnæðis má vinna við byggingu eða breytingar, alfarið eða að hluta, fyrrnefndra mannvirkja á lóð eða landi í hans eigu, þó ávallt í skjóli þeirra hönnuða og iðnmeistara sem krafist er enda beri þeir ábyrgð á verkþáttum hver á sínu sviði.

Húsbyggjandi, hönnuðir og meistarar hafi allir virkt eftirlit með því að fullnægjandi verklagsþættir séu framkvæmdir eins og kveðið er um í gildandi byggingarreglugerð hverju sinni. Með þessu er komið til móts við þann hóp einstaklinga sem með verkkunnáttu sinni geta unnið við byggingar og breytingar mannvirkja til eigin nota, á lóðum, bújörðum og öðru jarðnæði í þeirra eigu. Þó ávallt í skjóli viðurkenndra hönnuða og iðnmeistara sem bera ábyrgð á verkþáttum hver á sínu sviði. Einnig að draga úr kostnaði fyrrnefndra einstaklinga við byggingar í eigin þágu með vísan til ofanritaðs.  

Með vísan til ofanritaðs er einstaklingi heimilt að byggja í eigin nafni eða í nafni félags í meirihlutaeigu hans og nánustu fjölskyldu á bújörðum (ættaróðölum) og öðru jarðnæði fasteign til eigin nota án þess að krafist sé byggingarleyfis.       

Þetta ætti einnig við um óskylda aðila sem nýta, reka saman og halda heimili á sömu bújörð í meirihlutaeigu þeirra á ársgrundvelli eða hluta úr ári,“ segir Tryggvi í tillögum sínum. 

Tryggvi Gunnarsson ásamt dóttur sinni, Gunnhildi Jöru. Hún ætlar meðal annars að verða „lagaramaður eins og pabbi þegar hún verður stór. 

Innréttuðu gamla vélaskemmu  og framleiða þar sápur og kerti
Líf og starf 30. júlí 2021

Innréttuðu gamla vélaskemmu og framleiða þar sápur og kerti

„Það var alltaf ætlunin að flytja framleiðsluna heim í Gunnarsstaði enda mun hen...

Buðu hestamönnum í saltkjötveislu
Líf og starf 30. júlí 2021

Buðu hestamönnum í saltkjötveislu

Um hundrað manns mættu til veisluhalda á Króksstöðum í Eyjafjarðarsveit á dögunu...

Matargerð og menning skiptir máli við val ferðamanna á áfangastað
Líf og starf 29. júlí 2021

Matargerð og menning skiptir máli við val ferðamanna á áfangastað

Matarstígnum Taste Mývatn hleypt af stokkunum enda fjölbreytt framleiðsla matvör...

Leita eftir upplýsingum um skaðvalda á trjám
Líf og starf 29. júlí 2021

Leita eftir upplýsingum um skaðvalda á trjám

Rannsóknasvið Skógræktarinnar hvetur fólk til að líta eftir skaðvöldum á trjám o...

Listi yfir prjónaband
Líf og starf 28. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis m...

Góðar viðtökur og ánægja með framtakið
Líf og starf 28. júlí 2021

Góðar viðtökur og ánægja með framtakið

Það hefur gengið mjög vel og greinilegt að gestir eru ánægðir með að eiga þess k...

Bændur í Bónorðsför
Líf og starf 26. júlí 2021

Bændur í Bónorðsför

Þýska sjónvarpsstöðin RTL heldur um taumana á einum ástsælasta raunveruleikaþætt...

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma
Líf og starf 23. júlí 2021

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma

Sóldís Einarsdóttir, myndlistarkennari, hestakona, hundaþjálfari og hundasnyrtir...