Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell, gamanleik af bestu gerð í þýðingu Elísabetar Snorradóttur.

Leikhúsgestir fá að kynnast þremur ekkjum, vinkonum sem allar hafa gengið í gegnum missi eiginmanns síns en fundið mismunandi leiðir til að takast á við þá sorg. Þær fara saman mánaðarlega í kirkjugarðinn til að vitja grafanna, og rekast einn daginn á fullorðinn ekkil. Einhverjar tilfinningar kvikna í kjölfarið sem miserfitt er að vinna úr enda spurning hvort eigi að vera sínum ektamanni trú yfir líf og dauða. Eitt er víst að lífið heldur áfram. Vinkonumar þrjár eru leiknar af þeim Hönnu Margréti Kristleifsdóttur, Sóleyju B. Axelsdóttur og Stefaníu B. Björnsdóttur. Ekkilinn leikur Jón Gunnar Axelsson og kunningjakonu þeirra leikur Margrét Eiríksdóttir undir leikstjórn Péturs Eggerz. Hefjast sýningar þann 8. mars en uppselt er á frumsýninguna. Frekari sýningar eru 10. mars klukkan 17, og svo 16. og 22. mars klukkan 20. Miðasala er í síma 8975007 og á netfanginu halaleikhopurinn.is en miðaverð er 3.500 kr.

Skylt efni: Halaleikhópurinn

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.