Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigrún Sigurðardóttir, Óskar Þór Óskarsson, séra Gunnar Jóhannesson og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands. Myndir / ÓÞÓ
Sigrún Sigurðardóttir, Óskar Þór Óskarsson, séra Gunnar Jóhannesson og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands. Myndir / ÓÞÓ
Líf og starf 5. september 2019

Kapella vígð að Stóragerði í Ölfusi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Séra Gunnar Jóhannesson og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígðu þann 11. ágúst kapellu að Stóragerði í Ölfusi. Kapellan tekur tuttugu manns í sæti og verður hún opin gestum og gangandi sem vilja heimsækja hana. Altaristaflan í kapellunni er gluggi sem sýnir guðsgræna sköpunarverkið fyrir utan.

Hjónin Óskar Þór Óskarsson og Sigrún Sigurðardóttir hafa um tíma gengið með þá hugmynd í maganum að reisa kapellu á jörðinni Stóragerði í Ölfusi.

Kapellan að Stóragerði.

„Hugmyndin kom til mín á sólríkum sumarmorgni og konan tók vel í hana og við hófum framkvæmdir fyrir alvöru haustið 2017 og kapellan kláruð og fullbúin og vígð í sumar.“

Óskar segir að bygging kapellunnar sé ekki endilega trúarleg en að það hafi alltaf verið talið gott að eiga guðshús. „Fyrst eftir að hugmyndin kom upp var bygging kapellunnar áhugamál okkar hjónanna. Sumir spila golf, skera út eða fara á skíði en við ákváðum að byggja kapellu til að stytta okkur stundir eftir að við hættum að vinna.“

Hönnun kapellunnar er þeirra hjóna og ekki unnin eftir teikningu og segir Óskar að hönnunin hafi lítið sem ekkert breyst frá því að bygging hennar hófst. „Efnið í kapelluna er að mestu afgangsefni og endurunnið úr öðrum byggingum.

Hugmyndin er að kapellan verði öllum opin sem vilja koma og skoða hana eða setjast niður í ró og fara með bæn.“

Altaristaflan er úr gleri og sýnir sköpunarverkið fyrir utan.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.