Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Frá skákfyrirlestri hjá Taflfélagi Garðabæjar
Frá skákfyrirlestri hjá Taflfélagi Garðabæjar
Líf og starf 10. september 2025

Hvar á að byrja í skákinni?

Höfundur: Gauti Páll Jónsson

Gefum okkur að þú, lesandi góður, sért fullorðinn og hafir einhvern smá áhuga á skák. Hafir jafnvel teflt á netinu eins og þriðjungur Íslendinga. Hvar á maður að byrja? Hvernig er best að snúa sér í þessu? Í þessum pistli verður því svarað, en skákin er ein þeirra áhugamála sem krefst ekki mikillar kunnáttu eða færni til að mæta til leiks. Öllum sem kunna mannganginn er velkomið að mæta og tefla!

Hvað sérstaka kennslu fyrir fullorðna varðar þá hefur það verið margreynt af félögunum og Skákskólanum en ekki orðið að föstum lið hjá skákhreyfingunni. Aðgengi að upplýsingum, bókum, kennsluefni og myndböndum á netinu er endalaust. Fólki fer mikið fram á því að vinna í skákinni heima hjá sér, eða stúdera skák sem er einhverra hluta vegna ráðandi frasi yfir það að stunda skákrannsóknir. Þetta getur verið einmanaleg vinna, þó árangurinn geti verið talsverður ef fólk leggur hart að sér og einbeitir sér.

Eftir að grunnfærni er náð, er manni ekkert að vanbúnaði. Bara mæta á mót! Á höfuðborgarsvæðinu hafa þessi félög opin mót: Taflfélag Reykjavíkur, atskákmót á þriðjudögum og hraðskákmót á fimmtudögum kl. 19.30. Skráning á staðnum, þátttökugjald 1.000 krónur en afslættir fyrir félagsmenn og börn. Hjá Skákdeild KR eru hraðskákmót klukkan 19.30 á mánudögum og 10.30 á laugardagsmorgnum. Þátttökugjald er 500 krónur. Yfir vetrartímann eru síðan mót á mánudögum klukkan 19.30 hjá Taflfélagi Garðabæjar, í íþróttahúsinu Miðgarði. Frítt inn á mótin, og mánaðarlegir fyrirlestrar áður en taflmennskan hefst! Mótin hjá TR og TG eru reiknuð til alþjóðlegra stiga en ekki hjá KR. Á skákmótum er mikilvægt að slökkva á símanum og hafa þögn á meðan teflt er og á það við um alla skákviðburði. Fyrir þá sem eru 60 ára og eldri má síðan mæla með Æsi, skákklúbbi eldri borgara, sem er klukkan 13.00 á þriðjudögum í Stangarhyl, og Korpúlfum klukkan 13.00 á fimmtudögum í Borgum, Spönginni. Æsir, Korpúlfar og TG taka sumarfrí en byrja aftur í september. Mót TR og KR eru allt árið.

Mæting er bæting!

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...