Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Bágborið ásigkomulag hússins þýðir að nýrra eigenda mun bíða mikið verk á Þingeyri.
Bágborið ásigkomulag hússins þýðir að nýrra eigenda mun bíða mikið verk á Þingeyri.
Mynd / Tæknistofa Vestfjarða
Líf og starf 28. október 2022

Gramsverslun til sölu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Byrjað er að taka við umsóknum frá aðilum sem vilja kaupa Gramsverslun á Þingeyri með þeim kvöðum að húsinu verði komið í upprunalega mynd.

Húsið er 350 fermetra bárujárnsklætt timburhús á tveimur hæðum, byggt árið 1890 og þjónaði sem verslun. Umsóknarfrestur er til 24. október næstkomandi. Umsóknum skal fylgja áætlun um endurbætur og framtíðarnotkun. Nýir eigendur munu fá húsið afhent í núverandi ástandi, en samkvæmt úttekt þarf að fara í mjög viðamiklar framkvæmdir til að koma húsinu í nothæft ásigkomulag.

Þau atriði sem þarf að laga eru eftirfarandi: Fjarlægja þarf undirstöður og steypa nýjar; koma þarf lagi á burðargrind; endurnýja þarf timbur­ og bárujárnsklæðningu; lagfæra grind og klæðningu í þaki, endurnýja allar hurðir og glugga; rétta húsið af. Óljóst er hvort húsið sé tengt við vatns­ og fráveitukerfi.

Umsóknum skal skilað rafrænt á bygg@isafjordur.is.

Skylt efni: gramsverslun | þingeyri

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...