Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Bandflettisög í viðarvinnslunni í Heiðmörk.
Bandflettisög í viðarvinnslunni í Heiðmörk.
Mynd / Skógræktarfélag Reykjavíkur
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. Starfsmaður hefur verið ráðinn í fullt starf til að vinna timbur úr grisjunarviði. Afurðirnar hafa farið í gólffjalir, bekki, skilti, stíga innréttingar o.fl.

Eftir því sem skógurinn í Heiðmörk eldist stækka trén og afurðirnar verða verðmætari. Sífellt stærra hlutfall viðarins nýtist í framleiðslu dýrari afurða, svo sem borðvið, í stað eldiviðar og kurls. Samtals eru tvö til þrjú ársverk sem fara í grisjun og vinnslu í Heiðmörk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur.

Talsverð verðmæti

Í viðarvinnslunni er bæði stórviðarsög og bandflettisög. Stórviðarsögin er notuð til að fletta trjábolum í borðvið. Bandflettisögin hentar fyrir sértækari verkefni, svo sem vinnslu á mjög sverum eða óreglulegum trjábolum.

Að auki við að nota tré úr Heiðmörk hefur vinnslan tekið á móti timbri sem fallið hefur til við grisjun eða vegna framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Oft er það reyniviður eða alaskaösp. Talsvert verðmæti geta verið í slíku timbri.

Hvergi er flatarmál skógarins minnkað, heldur fellur allt hráefnið til við sjálfbæra grisjun. Skóglendið er víða þétt og nauðsynlegt að grisja til að trén geti vaxið og dafnað. Hæfileg grisjun skapar aukið rými og birtu í skóginum og þar með betri skilyrði til jafnari vaxtar fyrir þau tré sem eftir standa. Vegna þess hve hægt trén vaxa hérlendis hafa þau eiginleika sem gera þau eftirsóknarverð í smíðavið.

Nauðsynlegt að grisja reglulega

Í Heiðmörk eru um 270 hektarar af eldri barrskógum, sem eru að meðaltali 50 ára gamlir. Þá eru 140 hektarar af um það bil helmingi yngri barrskógum og 440 hektarar af blandskógum. Birkiskógar eru á um eitt þúsund hekturum til viðbótar. Víða hefur skógurinn náð þeim aldri að trén eru farin að vaxa nokkuð hratt og nauðsynlegt að sinna grisjun reglulega. Rúmlega fjórir hektarar voru grisjaðir í Heiðmörk í fyrra.

Á annað hundrað rúmmetra af timbri féll til við grisjunina og var meðal annars notað í borðvið, bolvið og eldivið. Nú er verið að vinna efni í timburborð fyrir Perlufestina, göngustíg umhverfis Perluna. Það er stærsta pöntun á vörum Skógræktarfélags Reykjavíkur til þessa – alls 15 kílómetrar af borðviði. Hátt í þrjú þúsund lengdarmetrar af borð- og bolvið voru framleiddir í Heiðmörk á síðasta ári.

Skylt efni: Skógrækt | viðarvinnsla

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi
Líf og starf 28. september 2023

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi

Ævar Austfjörð og kona hans, Ása Sif Tryggvadóttir, hófu búskap á Hlemmiskeiði 1...

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“
Líf og starf 28. september 2023

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“

Þröstur Njálsson er fyrrverandi togarasjómaður sem snapaði sér sína fyrstu veiði...

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum
Líf og starf 28. september 2023

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum

Leiðtogafundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var haldinn í vikunni í N...

Melarétt í Fljótsdal
Líf og starf 27. september 2023

Melarétt í Fljótsdal

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar í Fljótsdal. Réttað var 17. sept...

Dress í anda Yellowstone
Líf og starf 27. september 2023

Dress í anda Yellowstone

Þann 7. desember árið 1977 birtist grein undir þáverandi „Tískuhorni“ Dagblaðsin...

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...