Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjörið í Skagafirði
Líf og starf 14. desember 2022

Fjörið í Skagafirði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Út er komin bókin Skagfirskar skemmtisögur 6 – Fjörið heldur áfram! Þetta er sjötta útgáfan á safni skemmtisagna úr Skagafirði sem Björn Jóhann Björnsson blaðamaður tók saman.

Fyrstu fimm bækurnar komu út á árunum 2011- 2016. Bókaútgáfan Hólar gefur út, líkt og áður.

Sjötta bókin hefur að geyma yfir 200 gamansögur, úr nútíð og fortíð, en alls hafa komist á prent um 1.300 sögur og gamanvísur.

Að þessu sinni bregður fyrir gamalkunnum sem nýjum sögupersónum. Fyrstan skal nefna kaupmanninn Bjarna Har, heiðursborgara Skagafjarðar, sem féll frá í byrjun þessa árs, á 92. aldursári. Um Bjarna hafa verið sagðar margar skemmtilegar sögur og hér bætast við nokkrar í viðbót, m.a. saga af því þegar hann kom þýskum ferðamönnum í opna skjöldu og útvegaði þeim umbeðnar postulínskúlur úr raflínustaurum. Þeir áttu ekki von á að kaupmaðurinn ætti slíkan varning, enda vildu Þjóðverjarnir aðeins láta reyna á þá umsögn um verslun Bjarna Har að þar fengist allt milli himins og jarðar.
Þá eru í bókinni nokkrar sögur af sr. Baldri Vilhelmssyni, sem þjónaði í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp til fjölda ára. Margar snjallar sögur hafa verið ritaðar og sagðar um Baldur en færri vita að hann var borinn og barnfæddur Hofsósingur. Fleiri kunnir kappar koma við sögu, eins og Ýtu-Keli, Dúddi á Skörðugili, Hvati á Stöðinni, Halli í Enni og fleiri og fleiri. Lokakafli bókarinnar er með sögum af Sigurði Jónssyni, kennara á Sauðárkróki, sem flestar eru sagðar af honum sjálfur. Grátbroslegar sögur, eins og þegar hann gekk í flasið á meðlimum Rolling Stones er þeir voru á tónleikaferð í Skotlandi, og gat hann
fundið af þeim rakspírailminn!

Skagfirskar skemmtisögur 6 fást í bókabúðum og stórmörkuðum um land allt, en hægt að leggja inn
pantanir hjá Bókaútgáfunni Hólum.

Skylt efni: bókaútgáfa

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...