Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lín með fræbelgjum.
Lín með fræbelgjum.
Mynd / Marjatta Ísberg
Líf og starf 26. október 2022

Fermetri af hör

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einn fermetri af hör er sænskt verkefni sem hófst árið 2020 og hefur verið að vinda upp á sig.

Marjatta Ísberg miðaldafræðingur með hörknippi sem hún uppskar í Fossvogsdal í Reykjavík.

Í dag tekur fjöldi norrænna heimilisiðnaðar­ og búnaðarfélaga þátt í verkefninu auk félaga frá Eistlandi. Heimilisiðnaðarfélagið er fulltrúi verkefnisins hér á landi.

Verkefnið snýst um að kynna hör fyrir almenningi og fá fólk til að rækta að minnsta kosti einn fermetra af hör í garðinum, í kassa, á svölunum eða úti í sveit. Verkefnið er upprunnið í Svíþjóð og tilgangurinn með því að kynna fyrir fólki gömul vinnubrögð við línrækt og ­vinnslu og að auka virðingu fyrir línafurðunum. Að sögn Marjöttu Ísberg, miðaldafræðings og áhugakonu um hör, tóku um sextíu manns þátt í verkefninu í ár og sáðu og uppskáru hör.

Uppskeran víða umfram væntingar

„Við fengum fræ frá Svíþjóð og uppskeran var víða umfram væntingar nema fyrir norðan vegna þess að sumarið þar var of kalt.

Bestur var árangurinn í Mosfellsdal en ég var með blett í Fossvogsdal, þar sem áður voru skólagarðar, og náðu plönturnar þar um 120 sentímetra hæð, sem telst mjög gott.“ Marjatta segir að núna hafi allir þátttakendur tekið upp sitt lín og sé með það í þurrkun og velta fyrir sér hvar og hvernig verði hægt að feygja og þurrka það. „Sjálf hef ég notað tímann til að skoða gömul verkfæri og er búin að smíða línbrák og ætla að byrja á línkambi í vikunni.“

Línbrák til hörvinnslu.
Fræ og stuðningur

Stefnt er að því að halda verkefninu áfram næsta sumar. Færri komust að en vildu í vor og því um að gera fyrir áhugasama að skrá sig á netfanginu hfi@heimilisidnadur.is. Þátttakendur fá fræ, ráðgjöf og stuðning frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Marjatta segist vonast til að næsta haust verði hægt að uppskera hör víðs vegar um landið, feygja og spinna þráð og að á heimasíðunni Fermetri af hör verði skiptst á ráðleggingum og myndum.

Skylt efni: hör

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...