Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. febrúar í Miðgarði. Jóhanna G. Harðardóttir var kjörin formaður félagsins.

Hún segir helsta hvatann fyrir stofnun félagsins vera að eldri borgara vanti aðstöðu miðsvæðis innan sveitarfélagsins til að koma saman til að vinna að fræðslu-, tómstunda- og félagsstarfi. Stjórn félagsins ætli að hittast í þessari viku til að leggja á ráðin með viðræður við sveitarfélagið um aðstöðu. Þangað til félagið fær þak yfir höfuðið verði skipulagðir viðburðir sem þarfnist ekki húsnæðis, eins og ferð á Þjóðminjasafnið og göngur. Á stofnfundinn mættu næstum þrjátíu félagar, en Jóhanna reiknar fastlega með að fljótlega fjölgi í hópnum.

Nú sé félagið komið með síðu á Facebook undir heitinu „Eldri borgarar í Hvalfjarðarsveit“ og vonast Jóhanna til að félagsskapurinn spyrjist fljótlega út. Þeir sem eru sextíu ára eða eldri og búsettir í Hvalfjarðarsveit geti gengið í félagið.

Á meðfylgjandi mynd er nýkjörin stjórn og varastjórn félagsins. Frá vinstri: Jóna Björg Kristinsdóttir, endurskoðandi reikninga; Kristján Jóhannesson, varamaður; Sigrún Sólmundardóttir, varamaður; Jóhanna G Harðardóttir, formaður; Anna G. Torfadóttir, stjórnarmaður og Áskell Þórisson, stjórnarmaður.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f