Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Anna Kristín Agnarsdóttir lögfræðingur.
Anna Kristín Agnarsdóttir lögfræðingur.
Líf og starf 23. maí 2023

Búvörusamningar til umfjöllunar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búvörusamningar geta ekki talist ígildi kjarasamnings og Bændasamtök Íslands geta ekki talist vera stéttarfélag búvöruframleiðenda, að mati Önnu Kristínar Agnarsdóttur lögfræðings, sem nýlega fjallaði um búvörusamninga í lokaritgerð sinni frá lagadeild Háskólans á Akureyri.

Anna Kristín fjallaði um framkvæmd búvörusamninga og helstu réttarheimildir sem liggja samningunum til grundvallar.

Í lokaorðum ritgerðarinnar segir að landbúnaðarréttur hafi ekki fengið mikla umfjöllun og að skrifin hafi því reynst vandasöm enda erfitt að fletta upp hinum ýmsu álitaefnum sem upp hafi komið.

„Markmið verkefnisins var að skoða hvert fyrirkomulag búvörusamninganna sé, hver sé fjárstuðningurinn sem veittur er samkvæmt ákvæðum samninganna og svo hver starfsskilyrði greinarinnar séu. Með því var leitast við að svara rannsóknarspurningum verkefnisins:

Eru búvörusamningarnir kjarasamningar bænda í íslenskum landbúnaði? Hvers eðlis eru búvörusamningarnir? Hvert er skuldbindingargildi og réttaráhrif samninganna?“

Bændasamtökin ekki stéttarfélag

Farið er yfir forsögu og aðdraganda búvörusamninga og fjallað um þrjá af fjórum samningum.

„Samningarnir eru skuldbindandi fyrir ríkissjóð samkvæmt þeim lagafyrirmælum sem þeir eru settir samkvæmt, hvað varðar fjárframlag og þær fjárhæðir sem getið er hverju sinni. Ríkisstjórnin getur ekki breytt samningunum einhliða heldur þarf tilkomu samningsaðila sem kemur fyrir hönd bænda, en það eru Bændasamtök Íslands,“ segir Anna Kristín.

Þá segir að þó margt sé líkt með búvörusamningum og kjarasamningum geta hinir fyrrnefndu ekki talist ígildi kjarasamninga þar sem þeir kveða ekki á um þau lágmarksréttindi sem kjarasamningar gera, s.s. um lágmarkslaun, vinnutíma, orlof og veikindarétt.Anna Kristín gerir hlutverk Bændasamtakanna að umfjöllunarefni í þessu samhengi. Þótt samtökin gæti hagsmuna bænda og undirriti búvörusamninga fyrir þeirra hönd, fari með fyrirsvar og beiti sér fyrir kjörum bænda, skilgreina samtökin sig ekki sem stéttarfélag samkvæmt samþykktum. Mörkin séu þó óskýr.

„Niðurstaðan er þó sú að samtökin geta ekki talist vera stéttarfélag í skilningi laga um stéttarfélög og vinnudeilur.“ Anna Kristín segir að áhugavert hafi verið að bera saman búvörusamninga eins og þeir eru í dag við fortíðina. „Meginmarkmiðið var að koma í veg fyrir stóriðnað í íslenskum landbúnaði en svo sjáum við að raunin virðist vera á leið annað í dag,“ segir hún.

Skylt efni: búvörusamningar

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...