Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hjálmar Friðbergsson veit fátt betra en að brasa í bílskúrnum.
Hjálmar Friðbergsson veit fátt betra en að brasa í bílskúrnum.
Líf og starf 2. apríl 2024

Bílskúrsmeistarar leysa Bændablaðsgátur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mánaðarlega útnefnir Félag íslenskra bílskúrseigenda meistara mánaðarins.

Slíka nafnbót hlotnast félagi sem leysir myndagátu sem óformlegur formaður félagsins leggur fyrir félagsmenn á Facebook-síðu þess. Gátan tengist Bændablaðinu og felur í sér að félagsmenn þurfa að glöggva sig vel á síðum þess. „Það er svo ótrúlega margt sem félagsmenn sjá sniðugt í þessu frábæra blaði. Verkfæri, snjóblásara, bifreiðar, tæki og tól. Í raun svo ótrúlega margt sem bóndinn og bílskúrseigandinn eiga sameiginlegt. Bóndi er eðalbrasari. Það er líka góður bílskúrseigandi. Bændablaðið er stútfullt af fróðleik og skemmtileg lesning. Svo eru líka bara frábærar auglýsingar þar inni. Mjög bílskúrsvænar,“ segir Hjálmar Friðbergsson, stoltur bílskúrseigandi og ókjörinn formaður Félags íslenskra bílskúrseigenda.

Hjálmar birtir mánaðarlegar myndagátur úr Bændablaðinu. Þeir sem fyrst leysa gátuna fá heiðursfélagakort. „Heiðursfélagakortið er búið til í bílskúr, af honum Sverri Tryggvasyni hnífasmið. Kortið inniheldur mjög bílskúrsvæn tilboð handa félagsmönnum.“ Facebook-hópur Félags íslenskra bílskúrseigenda telur nú um 5.500 manns en hópurinn er ætlaður einstaklingum sem hafa gaman af því að brasa í bílskúr og vilja halda þar góðu skipulagi.

Tilgangur hans er að sögn Hjálmars að deila fróðleik og reynslu af skipulagi í bílskúrum. „Hver og einn félagsmaður notar sinn bílskúr á sinn hátt. Einhverjir eru í bílaviðgerðum, aðrir í snjósleða- eða fjórhjólasporti. Aðrir bara til að brasa og smíða. Einhver breytti sínum skúr í líkamsræktarstöð. Bílskúr er dýr fjárfesting og ætti að reyna að forðast að breyta honum í geymslu. Bílskúrinn á að nota.“

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...