Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Forsíða 10. tölublaðs Bændablaðsins 2001; sáning í fullum gangi hjá kartöflubændum á Litla-Hofi í Öræfum.
Forsíða 10. tölublaðs Bændablaðsins 2001; sáning í fullum gangi hjá kartöflubændum á Litla-Hofi í Öræfum.
Gamalt og gott 27. maí 2021

Kartöflubændur ganga í Samband garðyrkjubænda

Í tíunda tölublaði Bændablaðsins árið 2001, í lok maí, er greint frá því að Landssamband kartöflubænda hafi samþykkt á aðalfundi sínum að ganga í Samband garðyrkjubænda. Í umfjöllun blaðsins er rætt við Sighvat B. Hafsteinsson, þáverandi formann karöflubænda, sem sagði að það væri skoðun þeirra að það myndi styrkja starfið með því að vera í félagi með öðrum garðyrkjumönnum.

„Hagsmunir okkar tvinnast saman við hagsmuni annarra garðyrkjubænda. Þannig fara til dæmis framleiðsluvörur okkar og þeirra að mestu í gegnum sömu heildsölufyrirtæki,“ sagði Sighvatur sem var kjörinn í stjórn Sambands garðyrkjubænda.

Árið 2001 voru félagar í Landssambandi kartöflubænda 50 talsins og þrátt fyrir inngöngu í Samband garðyrkjubænda var ákveðið að Landssamband kartöflubænda héldi áfram starfa sem sjálfstætt samband.

Plægt með International dráttarvél
Gamalt og gott 4. febrúar 2023

Plægt með International dráttarvél

Guðmundur Benediktsson, frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd plægir með Internationa...

Áburðarflugvélin TF-TÚN
Gamalt og gott 11. janúar 2023

Áburðarflugvélin TF-TÚN

Áburðarflugvélin TF-TÚN að landgræðslustörfum í Vestmannaeyjum eftir gosið 1973.

Nautastöð Bændasamtaka Íslands
Gamalt og gott 14. desember 2022

Nautastöð Bændasamtaka Íslands

Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hvanneyri 1988.

Mjólkurpóstur
Gamalt og gott 27. nóvember 2022

Mjólkurpóstur

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík 1949.

Kílplógur
Gamalt og gott 8. nóvember 2022

Kílplógur

Kílplógur Þorsteins á Ósi. Þorsteinn Stefánsson á Ósi í Skilmannahreppi smíðaði ...

Heyfengur
Gamalt og gott 25. október 2022

Heyfengur

Heyfengur á Skógarsandi 1955.

Kalkúnar á Reykjabúinu
Gamalt og gott 11. október 2022

Kalkúnar á Reykjabúinu

Kalkúnar á Reykjabúinu í Mosfellssveit um 1970.

Kennsla í matargerð
Gamalt og gott 27. september 2022

Kennsla í matargerð

Kennsla í matargerð á Landbúnaðarsýningunni 1968. Sýningin var haldin í La...