Þverá
Bærinn okkar 13. janúar 2022

Þverá

Daníel Atli er fæddur og uppalinn í Klifshaga í Öxarfirði. Berglind er fædd og uppalin í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Árið 2019 kaupa þau kindur og vélar og taka jörðina á leigu af ömmusystur Daníels og manni hennar, þeim Árdísi og Tryggva, en þau búa í öðru húsi á jörðinni og eru með nokkrar kindur líka. 

Býli: Þverá.

Staðsett í sveit: Þessi Þverá er í Reykjahverfi.

Ábúendur: Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir.

Stærð jarðar?  4.000 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Í vetur eru 325 ær, 93 gimbrar, 14 hrútar og 8 smálömb. Hestarnir eru tveir þótt þeim sé laumað annað á veturna.  

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þeir eru eðli málsins samkvæmt jafn misjafnir og þeir eru margir. Sauðburður tekur allan tíma á vorin og sumrin fara í heyskap. Daníel fer í rúningsverktíðir í mars og nóvember. Einnig grípur hann í aðra vinnu þegar tími gefst. Berglind starfar utan bús sem sjúkraliði á Húsavík en er í veikindaleyfi. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf skemmti-legast að ragast í lömbum á haustin, sérstaklega ef þau eru sæmileg eftir sumarið. Sauðburður alltaf skemmtilegur líka ef vel gengur. Leiðinlegast er að setja fullorðinsnúmer í líflömbin og þegar dýr veikjast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi með svipuðum hætti, kannski nokkrum kindum meira ef allt gengur upp.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Með því að leggja þessa ágætu vöru fram á aðeins seljanlegri máta. Fólk virðist hafa minni tíma en áður og því þarf að svara þeirri köllun neytenda að varan sé í fjölskylduvænni umbúðum og þannig fram sett að menn vilji kaupa vöruna. 

Á sama tíma verðum við bændur að leggja okkur fram við að framleiða vöru sem við getum verið stoltir af að leggja á markað til neytenda. Hugsanlega væri þá betra ef afurðaverð væri þannig að enn meira væri borgað fyrir góða vöru og enn minna fyrir lakari vöru.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Feitt kjöt af veturgömlum kindum. Í öllum mögulegum framsetningum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við vorum heilan dag að keyra heim rúllum.

Berglind dró vagninn og Daníel setti á og tók af á annarri vél. Við brunuðum til Akureyrar um kvöldið og daginn eftir fæddist Pétur Björn.

Þverá
Bærinn okkar 13. janúar 2022

Þverá

Daníel Atli er fæddur og uppalinn í Klifshaga í Öxarfirði. Berglind er fædd og u...

Galtastaðir ytri
Bærinn okkar 16. desember 2021

Galtastaðir ytri

Ábúendurnir í Galtastöðum ytri, Stefán Bragi Birgisson og Helga Leifsdóttir, kyn...

Slétta
Bærinn okkar 2. desember 2021

Slétta

Sigurður flytur á Sléttu ásamt foreldrum sínum og systkinum frá Nesi í Loðmundar...

Arnþórsholt
Bærinn okkar 18. nóvember 2021

Arnþórsholt

Jörðin Arnþórsholt hefur verið í eigu og ábúð sömu fjölskyldu síðan 1919 þegar h...

Snartarstaðir
Bærinn okkar 4. nóvember 2021

Snartarstaðir

Jóhann Páll Þorkelsson og Guðrún María Björnsdóttir, ábúendur á Snartarstöðum, f...

Grímsstaðir
Bærinn okkar 21. október 2021

Grímsstaðir

Sama ættin hefur búið á Gríms­stöðum síðan árið 1871 þegar Hannes Guðmundsson og...

Kópareykir
Bærinn okkar 7. október 2021

Kópareykir

Kópareykir er ríkisjörð í sunnanverðum Reykholtsdal. Sama ættin hefur setið jörð...

Litla Brekka  – Kvíaholt
Bærinn okkar 24. september 2021

Litla Brekka – Kvíaholt

Ábúendur Litlu Brekku – Kvíaholts eru Anna Dröfn og Hjörleifur Stefánsson í ekta...