Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Seljatunga
Bærinn okkar 20. júní 2022

Seljatunga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Haukur og Herdís keyptu Seljatungu, þá í Gaulverjabæjarhreppi, árið 1997 og fluttu þangað með þrjá syni sína. Þau hafa síðan þá bætt húsakost og aukið framleiðslu og ræktun til muna.

Býli: Seljatunga.

Staðsett í sveit: Flóahreppur í Árnessýslu.

Ábúendur: Haukur Sigurjónsson og Herdís E. Gústafsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Burtfluttir þrír synir, tvær tengdadætur og eitt barnabarn, hundurinn Svali og kettirnir Gosi og Katti.

Stærð jarðar? Um 200 ha.

Gerð bús? Mjólkur- og kjötframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 200 nautgripir á öllum aldri, 14 kindur og tvö hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir byrja á mjöltum og gjöfum og svo eru öll þau störf sem til falla hverju sinni.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman í heyskap í góðri tíð en slítandi og leiðinlegt í vætutíð.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Aðstaðan býður upp á meiri framleiðslu og vonandi verður hægt að auka hana.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Hreinleiki og góð markaðssetning.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimareykt hangikjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var á öðru árinu okkar í Seljatungu. Þá kveiktum við í sinu eins og tíðkaðist víða í þá daga og eldurinn fór úr böndunum. Allt fór þó vel að lokum hjá okkur, en það var ekki brennd sina hér aftur.

Birtingaholt
Bærinn okkar 25. janúar 2023

Birtingaholt

Þau Svava og Bogi Pétur tóku við búinu árið 2016 af Mörtu og Ragnari, frænda Bog...

Staður
Bærinn okkar 9. janúar 2023

Staður

Staður er gamalt prestssetur og ættarsaga okkar hófst hér með því að langafi Reb...

Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur
Bærinn okkar 12. desember 2022

Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur

Seinnipart árs 2016 keyptu þau hjónin Ágúst og Guðfinna jarðirnar Stóra- Fjarðar...

Hvítidalur 2
Bærinn okkar 28. nóvember 2022

Hvítidalur 2

Þau hjónin Þorbjörn Gerðar og Dögg Ingimundardóttir búa á Hvítadal 2 í Saurbæ og...

Bakki í Geiradal
Bærinn okkar 14. nóvember 2022

Bakki í Geiradal

Hjónin Árný og Baldvin fluttu á Bakka í Geiradal í Reykhólahreppi í maí árið 201...

Miðdalsgröf
Bærinn okkar 31. október 2022

Miðdalsgröf

Þau hjón, Steina Þorsteinsdóttir og Reynir Björnsson í Miðdalsgröf, Steingrímsfi...

Miðhús
Bærinn okkar 17. október 2022

Miðhús

Þau Barbara og Viðar frá Miðhúsum segja lesendum örlítið frá sjálfum sér

Kolbeinsá 1
Bærinn okkar 3. október 2022

Kolbeinsá 1

Hjónin Hannes Hilmarsson og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir kaupa Kolbeinsá 1 ...