Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sandar
Bærinn okkar 30. mars 2023

Sandar

Þau Birkir Snær Gunnlaugsson og Hanifé Agnes Mueller-Schoenau reka kjúklinga- og sauðfjárbú í V-Húnavatnssýslunni, auk lítillar hrossaræktar, og hér fáum við að kynnast þeim.

Birkir með hrútinn Aragon frá Söndum

Býli: Sandar.

Staðsett í sveit: Heggstaðanesi við Miðfjörð í Vestur­Húnavatnssýslu.

Ábúendur: Birkir Snær Gunnlaugsson og Hanifé Agnes Mueller­Schoenau.

Fjölskyldustærð: Birkir, Hanna og tíkurnar Birna og Frigg.

Stærð jarðar og gerð bús? Okkar hluti Sanda eru um 1.000 ha og nýtum við um 45 ha af túnum. Á jörðinni er sauðfjárbú og lítil hrossarækt, einnig rekum við kjúklingabú sem staðsett er á Tannstaðabakka.

Hanna með fyrsta lamb sauðburðar

Fjöldi búfjár og tegundir? 450 kindur, 25 hross og pláss fyrir um 25.000 kjúklinga í tveimur eldishúsum.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Birkir sinnir gegningum í fjárhúsum, sinnir útiganginum og fer í eftirlitsferð í kjúklingahúsin. Síðan tekur við ýmiss konar viðhald og tilfallandi verkefni. Að lokum er farinn annar rúntur í fuglahúsin og kvöldgjöfin í kindurnar eftir það. Hanna fer í skrifstofuvinnu á Hvammstanga.Eftir það sinnir hún tamningum og reiðkennslu ásamt bústörfum.

Skemmtilegustu/ leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegustu eru hefðbundin hauststörf, smalamennskur, lömb valin til lífs og jafnvel fyrri partur sauðburðar.

Leiðinlegustu bústörfin? Kannski seinni partur sauðburðar en það fer eftir tíð og lifun lamba.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í svipuðum farvegi, væri gaman að byggja hesthús en það fer eftir efnahag og tíma.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómi, smjör og skyr.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heill kjúklingur eða lambalæri.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Í sauðburði árið 2020 var ekki til staðar rafstrengur niður í fjárhús en þá var ljósavél brúkuð til að lýsa og dæla vatni úr vatnsbóli. Hún ákvað að segja upp störfum í miðri burðarhjálp eina nóttina og sátum við þá í svartamyrki með rollugreyinu. Notuðum við ljósin á símunum til að klára verkefnið og sameiginleg ákvörðun var tekin um að þetta yrði síðasti sauðburður með ljósavél. Sumarið eftir var farið í að plægja háspennukapal að fjárhúsunum en þau eru staðsett um tvo og hálfan kílómetra frá einbýlishúsinu. Einnig var tækifærið nýtt í plægingu á nýrri vatnslögn og ljósleiðara en þessi bragarbót olli straumhvörfum í vinnuaðstöðu og færði fjárhúsin inn í 21. öldina.

Bergsstaðir á Vatnsnesi
Bærinn okkar 22. maí 2023

Bergsstaðir á Vatnsnesi

Þau Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir keyptu jörðina 2019 og tó...

Gilhagi
Bærinn okkar 8. maí 2023

Gilhagi

Nýkrýndur formaður búgreinadeildar geitfjárbænda, Brynjar Þór, flutti ásamt konu...

Svanavatn
Bærinn okkar 20. apríl 2023

Svanavatn

Þau Bjarney og Hlynur hafa búið á Svanavatni í 4 ár. Keyptu jörðina í nóvember 2...

Sandar
Bærinn okkar 30. mars 2023

Sandar

Þau Birkir Snær Gunnlaugsson og Hanifé Agnes Mueller-Schoenau reka kjúklinga- og...

Saurbær
Bærinn okkar 22. mars 2023

Saurbær

Við fáum að líta inn hjá þeim Heiðrúnu og Pétri og gefum þeim orðið:

Starrastaðir
Bærinn okkar 8. mars 2023

Starrastaðir

Á Starrastöðum í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur sama fjölskyldan bú...

Stóra-Mástunga 1
Bærinn okkar 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gn...

Árbakki
Bærinn okkar 8. febrúar 2023

Árbakki

Á Árbakka búa hjónin Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason ásamt syni sínum, te...