Krithóll
Bærinn okkar 5. september 2023

Krithóll

Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í eitt bú þegar hann keypti af foreldrum sínum og ekkju föðurbróður síns árið 2016. Björn og Hrund kynntust sama ár og á þeirra fyrsta stefnumóti tilkynnti hann henni að hann ætlaði sér að búa í sveit. Hún tók þeim skilmálum vel, en 7 árum, nýju húsi og þremur börnum síðar búa þau saman á Krithóli, sem er sauðfjár- og skógræktarjörð í Skagafirði.

Býli: Krithóll.

Staðsett í sveit: Krithóll er fyrsti bær í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.

Ábúendur: Björn Ólafsson og Hrund Malín Þorgeirsdóttir.

Fjölskyldustærð: Ásamt okkur búa hér börnin okkar þrjú Bríet Lára (f. 2018), Ólafur Ari (f. 2021) og Arna Karítas (f. 2023). Við búum vel að því að hafa foreldra Björns á næsta bæ og elstu systur hans og fjölskyldu á neðri bænum. Mikill sam- gangur er á milli bæjanna. Hundurinn Nói hvílir sig á hlaðinu á milli þess sem hann hrellir póstinn og lætur hrafninn stríða sér.

Gerð bús: Skógræktar- og sauðfjárjörð. Skógræktin er í sameiginlegri eigu Björns, systra hans og foreldra.

Fjöldi búfjár: 350 kindur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Flest verk eru árstíðabundin. Sumrin fara í girðingavinnu og heyskap. Haustin fara í smalamennsku, slátrun og grisjun skógræktar.

Veturinn fer í gegningar og tilhleypingar og vorin fara í sauðburð. Viðhald húsa og tækja allt árið um kring, að ógleymdu blessaða bókhaldinu.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við sjáum fyrir okkur að við verðum búin að auka um 100–150 fjár. Eftir 5 ár verður arfgerð stofnsins að fullu laus við áhættu og hlutlausa arfgerð. Afköst eftir hverja kind verða meiri, vinnu- aðstaða betri og endurgerð í fjárhúsum lokið. Nýting á skógræktinni (staurar, kurl, eldiviður o.fl.) verður aukin og 20–30 landnámshænur komnar á sinn stað.

Ef allt gengur að óskum verða fjárhúsakettirnir orðnir 5 ára, en við erum að leita að goti um þessar mundir.

Hugsanlega verðum við komin með aðra búgrein á þessum tíma en takmarkið er alltaf að verða sjálfbær og þurfa að vinna minna utan bús.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, súrmjólk, skyr, egg og grænmetissósa.

Hver er vinsælasti matur heimilisins? Snitsel af veturgömlu leggst vel í alla en sonur okkar borðar í raun ekkert með ánægju nema skyr.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Engir stórviðburðir koma í hugann heldur allir litlu póstarnir: fyrsta burðarhjálp Hrundar, þegar Bríet Lára var nýfarin að ganga og gekk óhrædd garðana og lét kindurnar heyra það sem ætluðu í hana, þegar Ólafur Ari sá 280 hestafla Fent og varð algjörlega orðlaus og agndofa af aðdáun, þegar allt okkar besta fólk kemur til aðstoðar í sauðburð og svo í réttir og vinnur fram á nótt í að flokka með okkur. Allir litlu hlutirnir og samveran sem tilheyra hversdagsleikanum í sveitinni eru okkur minnisstæðir og gera lífið svo ljúft.

Syðstu-Fossar
Bærinn okkar 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unn...

Krithóll
Bærinn okkar 5. september 2023

Krithóll

Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í ei...

Vestri-Leirárgarðar
Bærinn okkar 21. ágúst 2023

Vestri-Leirárgarðar

Á bænum Vestri-Leirárgörðum, Hvalfjarðarsveit er bæði stunduð sauðfjárrækt og hr...

Syðri-Hofdalir
Bærinn okkar 19. júlí 2023

Syðri-Hofdalir

Bærinn Syðri-Hofdalir er staðsettur í Viðvíkursveit, austanvert í Skagafirði, 22...

Nátthagi
Bærinn okkar 5. júlí 2023

Nátthagi

Þrír jarðarpartar keyptir úr Gljúfursjörðinni 1987, 1989 og 2010, samtals 23 hek...

Árdalur
Bærinn okkar 21. júní 2023

Árdalur

Við hjónin Jónas Þór og Salbjörg Matthíasdóttir tókum við búinu í Árdal í Kelduh...

Norðurhagi í Húnabyggð
Bærinn okkar 5. júní 2023

Norðurhagi í Húnabyggð

Ragnhildur er fædd og uppalin í Norðurhaga og hefur stundað búskap þar með forel...

Bergsstaðir á Vatnsnesi
Bærinn okkar 22. maí 2023

Bergsstaðir á Vatnsnesi

Þau Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir keyptu jörðina 2019 og tó...