Hrútatunga
Bærinn okkar 4. ágúst 2020

Hrútatunga

Jón Kristján kaupir jörðina í janúar 2016 af frænda sínum, Gunnari, og konu hans, Sigrúnu, svo flytur Þorbjörg inn haustið 2017. Byrjað var á því að fjölga fénu aftur en það voru um 350 fjár þegar tekið var við.
 
Býli:  Hrútatunga.
 
Staðsett í sveit: Hrútafirði í Húna­þingi vestra.
 
 
Ábúendur: Jón Kristján Sæm­unds­son og Þorbjörg Helga Sigurðar­dóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum þrjú; Jón Kristján Sæm­unds­son og Þorbjörg Helga Sigurð­ardóttir og tæplega þriggja mánaða sonur okkar, Sæmundur Hólmar Jónsson. Svo eigum við hundinn Kátínu og köttinn Skoppu.
 
Sæmundur Hólmar Jónsson.
 
Stærð jarðar?  Tæpir 1.800 hektarar, þar af 37 hektarar í túnum.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú með nokkra hesta til gagns og gamans.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 450 vetrarfóðraðar kindur og 25 hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnu­dagur fyrir sig á bænum? Dagarnir eru nú mjög breytilegir á sumrin, fer allt eftir veðri og vindum. 
 
Á veturna er náttúrlega byrjað og endað á því að gefa en svo farið í hin ýmsu störf þess á milli.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin væri heyskapurinn og fjárrag á haustin, sauðburðurinn er líka skemmtilegur þó svo hann geti verið krefjandi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búskapurinn verður sjálfsagt lítið breyttur eftir fimm ár. Vonandi búið að rækta upp fleiri tún og frekari betrumbætur á hinu og þessu.
 
Hvar eru helstu tækifærin í framleiðslu á íslenskum búvörum? Í hreinleika afurða og upprunavottun.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Blessað lambalærið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar helmingurinn af fénu bar á fimm dögum.
 
Sólbakki
Bærinn okkar 19. nóvember 2020

Sólbakki

Hartmann er að mestu uppalinn í Reykjavík, bjó fyrstu sjö árin á Sauðárkróki og ...

Reykir
Bærinn okkar 5. nóvember 2020

Reykir

Dagur er fæddur og uppalinn á Reykjum og tók við búinu af móður sinni árið 2018....

Neðri-Hundadalur 2
Bærinn okkar 22. október 2020

Neðri-Hundadalur 2

Jens er úr Reykjavík  og Sigurdís er fædd og uppalin í Neðri-Hundadal. 

Kringla
Bærinn okkar 8. október 2020

Kringla

„Við keyptum Kringlu árið 2015, af frænku Arnars og hennar manni, og Svalbarð af...

Dunkur
Bærinn okkar 24. september 2020

Dunkur

Ábúendurnir á Dunki keyptu af ótengdum aðila á síðasta ári. Tóku við búi fyrsta ...

Valþúfa
Bærinn okkar 10. september 2020

Valþúfa

Í október 2018 tóku Guðrún Blöndal og Sævar saman föggur sínar á Akranesi og flu...

Bálkastaðir 1
Bærinn okkar 20. ágúst 2020

Bálkastaðir 1

Brynjar og Guðný eru bæði úr Hvalfjarðarsveit en keyptu Bálka­staði 1 í lok árs ...

Hrútatunga
Bærinn okkar 4. ágúst 2020

Hrútatunga

Jón Kristján kaupir jörðina í janúar 2016 af frænda sínum, Gunnari, og konu hans...