Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Gerðar
Bærinn okkar 31. maí 2022

Gerðar

Stefán og Silja tóku formlega við búrekstrinum að Gerðum í fyrra af foreldrum Stefáns, þeim Geir Ágústssyni og Margréti Stefánsdóttur, en undangengin ár hafa fjölskyldurnar staðið sameiginlega að búskapnum.

Býli:  Gerðar.

Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnes­sýslu, áður Gaulverja­bæjarhreppi.

Ábúendur: Stefán Geirsson og Silja Rún Kjartansdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt fimm dætrum; Melkorku Álfdísi, 15 ára, Margréti Lóu, 12 ára, Kristjönu Ársól, 11 ára, Ásgerði Sögu, 9 ára og Elsu Björk á fyrsta ári. Tveir kettir eru hér til heimilis, Táta og Lykill.

Stærð jarðar? Gerðar ásamt Syðra-Velli 2 og Galtastöðum eru um 400 hektarar.

Gerð bús? Kúabú með nautaeldi.

Fjöldi búfjár og tegundir? 80 kýr, þar af 7 holdakýr, 85 kvígur í uppvexti og 101 naut. 20 sauðfjár, 8 hross og nokkrar hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn hefst á fjósverkum og öðrum gegningum. Síðan er unnið að öðrum búverkum sem eftir lifir dags með tilliti til veðurs og árstíðar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur þykja allflest verk skemmtileg en sum störf eru þó meira ergjandi en önnur, eins og til dæmis að berjast við ágang álfta í ræktarlönd sem er okkur ofarlega í huga þessa dagana.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum í fljótu bragði ekki fyrir okkur miklar breytingar en vonandi höfum við tök á að efla reksturinn á flesta lund.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Eins og staðan er í dag teljum við að mikil tækifæri séu til staðar á nær öllum sviðum íslenskrar búvöruframleiðslu ef vel er staðið að málum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjör, skyr og pítusósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillaðir hamborgarar eru alltaf jafn vinsælir.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Í seinni tíð er það sennilega gangsetning mjaltaþjóns í fjósinu nýverið.

Bakki
Bærinn okkar 30. júní 2022

Bakki

Hjónin Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson sitja fyrir svörum e...

Seljatunga
Bærinn okkar 20. júní 2022

Seljatunga

Haukur og Herdís keyptu Seljatungu, þá í Gaulverjabæjarhreppi, árið 1997 og ...

Gerðar
Bærinn okkar 31. maí 2022

Gerðar

Stefán og Silja tóku formlega við búrekstrinum að Gerðum í fyrra af foreldrum St...

Arabær
Bærinn okkar 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyn...

Mjósyndi
Bærinn okkar 28. apríl 2022

Mjósyndi

Bændurnir í Mjósyndi keyptu af Bjarka Reynissyni og Valgerði Gestsdóttur 2020 og...

Syðri -Gróf 2
Bærinn okkar 7. apríl 2022

Syðri -Gróf 2

Axel hefur haft annan fótinn í Syðri-Gróf allt sitt líf. Fyrst hjá ömmu sinni og...

Urriðafoss
Bærinn okkar 29. mars 2022

Urriðafoss

Ábúendurnir á Urriðafossi fluttu úr Reykjavík rétt fyrir jól 2016 og voru síðan ...

Lækur
Bærinn okkar 10. mars 2022

Lækur

„Við hófum búskap á Læk á fardögum vorið 2014. Bjuggum á Selfossi og þurftum að ...