Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fagridalur
Mynd / Fagridalur
Bærinn okkar 8. febrúar 2018

Fagridalur

Í Fagradal var búið eingöngu með sauðfé þangað til skerðingar í sauðfjárframleiðslu  neyddu bændurna til að finna upp á einhverju nýju til að geta lifað af búskapnum. 
 
Árið 1991 fengum við fyrstu fiskakerin og seiðin og stofnuðum Fagradalsbleikju ehf. og síðan breyttum við gömlum súrheysturn í fiskvinnslu og reykhús. Þessi vinnsla var mjög smá til að byrja með en með auknum ferðamönnum jókst áhuginn á þessum vörum og þar með hefur vinnslan aukist.  
 
Býli:  Fagridalur.
 
Staðsett í sveit: Mýrdalshreppi. 
 
Ábúendur: Jónas Erlendsson og Ragnhildur Jónsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Jónas, Sævar Jónasson og Ragna, hundarnir Fókus, Ninja, Donna og Yrja, kettirnir Prins og Tommi – auk þess eru 10 hænur og tveir hanar á bænum.
 
Stærð jarðar?  1.000 ha.
 
Gerð bús? Sauðfé og bleikjueldi (Fagradalsbleikja ehf.), jafnframt  rekum við fiskvinnslu og reykhús.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 309 kindur og um 60.000 bleikjur (þrír árgangar).
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Vinnudagurinn fer mikið eftir árstíma, en föst verk eru að gefa fiskum að borða á morgnana, allt árið, og kindum á veturna, þá er alltaf litið í húsin á kvöldin og gefin ábót ef þarf og gáð hvort nokkuð sé að.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að heimta kindurnar heilar heim á haustin, leiðinlegast að taka út grindaskít.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár verður hann vonandi í svipuðu horfi og hann er núna.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það er ýmislegt sem þarf að laga. Til dæmis er alltof mikil áhersla lögð á að fækka og stækka sauðfjárbú  í núverandi kerfi. Allir styrkir og greiðslur miðast við fjölda, ef sveitirnar eiga að þrífast áfram má bændum ekki fækka mikið og þá er það fjölbreytileikinn sem skiptir máli ekki stærðin.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel ef tekst að lagfæra verðmyndun á sauðfjárafurðum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Eina vitið í útflutningi er að finna markaði sem vilja borga gott verð, magnið getur aldrei orðið það mikið að annar útflutningur sé réttlætanlegur. En alltaf verður innanlandsmarkaður okkar besti markaður.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, egg, skyr, smjör og að sjálfsögðu reykt Fagradalsbleikja.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, nýtt, steikt, saltað og reykt og saltaður fýlsungi.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Mjög eftirminnilegt var þegar við byggðum nýtt fjárhús 2006 við hliðina á eldra fjárhúsi  og tókum það í notkun, það var ótrúlegur vinnusparnaður þegar allt féð var komið á einn stað.
Vesturkot
Bærinn okkar 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bærinn okkar 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...

Skáney
Bærinn okkar 3. október 2023

Skáney

Á Skáney hefur sama ættin búið frá 1909. Lengst af var blandaður hefðbundinn bús...

Syðstu-Fossar
Bærinn okkar 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unn...

Krithóll
Bærinn okkar 5. september 2023

Krithóll

Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í ei...

Vestri-Leirárgarðar
Bærinn okkar 21. ágúst 2023

Vestri-Leirárgarðar

Á bænum Vestri-Leirárgörðum, Hvalfjarðarsveit er bæði stunduð sauðfjárrækt og hr...

Syðri-Hofdalir
Bærinn okkar 19. júlí 2023

Syðri-Hofdalir

Bærinn Syðri-Hofdalir er staðsettur í Viðvíkursveit, austanvert í Skagafirði, 22...

Nátthagi
Bærinn okkar 5. júlí 2023

Nátthagi

Þrír jarðarpartar keyptir úr Gljúfursjörðinni 1987, 1989 og 2010, samtals 23 hek...