Bergsstaðir á Vatnsnesi
Bærinn okkar 22. maí 2023

Bergsstaðir á Vatnsnesi

Þau Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir keyptu jörðina 2019 og tóku við búrekstri 1. nóvember það ár. Þau erubæði uppalin í Austur-Húnavatnssýslu en langamma Magga var frá Bergsstöðum.

Býli: Bergsstaðir á Vatnsnesi.

Staðsett í sveit: Vestur-Húnavatnssýslu.

Ábúendur: Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Erum tvö fullorðin og tvö börn, Jóhanna Bergrós, 3 ára og Kári Freyr, 1 árs. Hundarnir Píla og Blæja og fjárhúskötturinn Freyja.

Stærð jarðar? Jörðin er talin um 900 ha að stærð.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 500 kindur og nokkrir hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Imba er sjúkraliði og vinnur á Hvammstanga en Maggi er verktaki í rúningi. Börnin vakna oftast snemma og eigum við smá notalega stund heima áður en öllum er smalað út í leikskóla, vinnu eða gjafir. Dagsverkin á bænum eru síðan misjöfn eftir tíð og tíma.

Caption

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast finnst okkur á haustin. Smalamennskur, fjárrag og að velja ásetninginn. Leiðinlegast er líklega viðgerðir á vélum og þegar tæki og tól bila.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ætlum að halda áfram góðri sauðfjárræktun og vonandi verða komin með verndandi arfgerð gegn riðu í meirihluta stofnsins. Fjölga fé og heimilismönnum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Erum mikið fyrir mjólkurvörur og þarf alltaf að vera til t.d. mjólk, smjör, rjómi, ostur og súrmjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt og karrí er ábyggilega vinsælast.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsta haustið okkar hérna þá var Imba kasólétt, gengin fram yfir settan dag, þegar við vorum að vigta lömbin fyrir fyrstu slátrun.

Maggi prufaði vigtina og trúði ekki því sem hún sýndi þannig að við drógum 5 kg af öllum lömbunum, vigtuðum hátt í 600 lömb. Daginn eftir kom sláturseðillinn og var meðalvigtin miklu hærri en við bjuggumst við, þannig að Maggi greyið varð að stíga á baðvigtina og viðurkenna að hann hafði bætt á sig þessum 5 kg um sumarið.

Bergsstaðir á Vatnsnesi
Bærinn okkar 22. maí 2023

Bergsstaðir á Vatnsnesi

Þau Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir keyptu jörðina 2019 og tó...

Gilhagi
Bærinn okkar 8. maí 2023

Gilhagi

Nýkrýndur formaður búgreinadeildar geitfjárbænda, Brynjar Þór, flutti ásamt konu...

Svanavatn
Bærinn okkar 20. apríl 2023

Svanavatn

Þau Bjarney og Hlynur hafa búið á Svanavatni í 4 ár. Keyptu jörðina í nóvember 2...

Sandar
Bærinn okkar 30. mars 2023

Sandar

Þau Birkir Snær Gunnlaugsson og Hanifé Agnes Mueller-Schoenau reka kjúklinga- og...

Saurbær
Bærinn okkar 22. mars 2023

Saurbær

Við fáum að líta inn hjá þeim Heiðrúnu og Pétri og gefum þeim orðið:

Starrastaðir
Bærinn okkar 8. mars 2023

Starrastaðir

Á Starrastöðum í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur sama fjölskyldan bú...

Stóra-Mástunga 1
Bærinn okkar 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gn...

Árbakki
Bærinn okkar 8. febrúar 2023

Árbakki

Á Árbakka búa hjónin Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason ásamt syni sínum, te...