Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Arnbjörg
Bærinn okkar 9. september 2021

Arnbjörg

Arnbjörg er nýbýli, stofnað úr landi Þverholta, sem var heimili foreldra Gunnars. Gunnar og Guðríður stofnuðu og byggðu Arnbjörg. 

Byrjað var að byggja einbýlishús og síðar var hesthús/reiðskemma byggð og nú síðast hænsnakofi. Þau hafa búið á bænum síðan 2010 og hafa stundað hrossarækt. Einnig eru þau mjög áhugasöm um fiðurfénað.

Býli:  Arnbjörg.

Staðsett í sveit:  Álftaneshreppi á Mýrum, Borgarbyggð.

Ábúendur: Gunnar Halldórsson, járningamaður og tamningamaður, og Guðríður Ringsted, hjúkrunarfræðingur og tónlistarkona. Þau búa ásamt þremur börnum sínum af fjórum. Þau eru Agla (13), Halldór (10) og Brák (6). Hörður Gunnar (21) er fluttur að heiman en er oft með annann fótinn í sveitinni. 

Nokkur gæludýr fá að vera innanhúss, tveir hundar,  þrír kettir, ein kanína, einn páfagaukur og tveir fiskar.

Stærð jarðar?  330 hektarar. Þar af 20 hektara tún.

Gerð bús? Hrossaræktarbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Slatti af hrossum, 12 hænur, 5 endur, 3 kalkúnar og ein grágæs. Þó nokkur egg á dag.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir eru misjafnir en alltaf þarf að byrja á að gefa á morgnana, bæði hestum, fuglum og öðrum gæludýrum. Gunnar vinnur við járningar fyrri part dags hér og þar um héraðið. Þegar heim er komið er unnið við tamningar seinnipartinn. Guðríður sinnir helst fuglunum og gæludýrunum milli vakta og útdeilir eggjum til vina og vandamanna. Á skóladögum er vaknað kl. 6.30 og krakkarnir fara með skólabíl frá húsi rúmlega sjö en um helgar er sofið út og byrjað síðar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að fylgjast með folöldum koma í heiminn á vorin, alveg eins og að fylgjast með ungum klekjast úr eggjum. Ef eitthvað er leiðinlegt þá er það að tína rúllur heim af túnunum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en þó meiri áhersla á tamningar og mögulega fleiri fuglategundir. Jafnvel fleiri dýrategundir, t.d. svín. Upp hefur komið hugmynd um gæludýragarð en það er bara hugmynd sem er ólíklegt á þessum tíma að verði nokkuð til.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Það er alltaf gott þegar það er nóg og fjölbreytt úrval af íslenskri matvöru í verslunum. Best ef það er sem styst frá frumframleiðanda/bónda.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg eru alltaf til, svo er það þetta venjulega, mjólk, ostur, smjör, ávextir og grænmeti. Ískaldur kristall í dós.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjúklinga enchiladas með heimagerðu guacamole.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar hesthúsið var loksins tekið í notkun eftir langan tíma í byggingu. Blóð, sviti og tár.

Miðdalur
Bærinn okkar 18. júlí 2022

Miðdalur

Þau Ólöf Ósk Guðmundsdóttir og Hafþór Finnbogason fluttu í Miðdal og tóku...

Bakki
Bærinn okkar 30. júní 2022

Bakki

Hjónin Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson sitja fyrir svörum e...

Seljatunga
Bærinn okkar 20. júní 2022

Seljatunga

Haukur og Herdís keyptu Seljatungu, þá í Gaulverjabæjarhreppi, árið 1997 og ...

Gerðar
Bærinn okkar 31. maí 2022

Gerðar

Stefán og Silja tóku formlega við búrekstrinum að Gerðum í fyrra af foreldrum St...

Arabær
Bærinn okkar 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyn...

Mjósyndi
Bærinn okkar 28. apríl 2022

Mjósyndi

Bændurnir í Mjósyndi keyptu af Bjarka Reynissyni og Valgerði Gestsdóttur 2020 og...

Syðri -Gróf 2
Bærinn okkar 7. apríl 2022

Syðri -Gróf 2

Axel hefur haft annan fótinn í Syðri-Gróf allt sitt líf. Fyrst hjá ömmu sinni og...

Urriðafoss
Bærinn okkar 29. mars 2022

Urriðafoss

Ábúendurnir á Urriðafossi fluttu úr Reykjavík rétt fyrir jól 2016 og voru síðan ...