Skylt efni

ferðaþjónusta

Fámennið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn

Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnortna náttúru, en slíkt verður að teljast kostur í því ástandi sem ferðaþjónusta í öllum heiminum er í um þessar mundir.

Áhugavert verkefni og ný nálgun við val á heppilegum stað

„Þetta er mjög áhugavert verkefni og alveg ný nálgun hjá sveitarfélaginu að fara þessa leið. Þetta sýnir ákveðið hugrekki og er í raun til fyrirmyndar,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og annar eigenda stofunnar TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir.

Landbúnaður víkur fyrir aukinni ferðaþjónustu

Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað í atvinnuháttum í Fljótsdalshreppi í áranna rás. Landbúnaður er þó enn aðal­atvinnuvegur þeirra sem hafa fasta búsetu í hreppnum árið um kring.

Útilegukortið hefur aðdráttarafl og eykur viðskipti á viðkomandi svæði

Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið Útilegukortið ehf. gefið út samnefnt aðgangskort að tjaldstæðum á Íslandi sem það hefur gert samninga við. Þetta hefur mælst afar vel fyrir og hafa mörg verkalýðsfélög niðurgreitt slík kort til sinna félagsmanna.

Nýstofnuð Ferðamálasamtök Árneshrepps blása til sóknar

Héðinn Birnir Ásbjörnsson, formaður nýstofnaðra Ferðamála­samtaka Árneshrepps, segir að mikill hugur sé í Strandamönnum að halda áfram uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.

Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt

Flýta á stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda um nokkra mánuði vegna áhrifa af COVID-19. Þannig verða þeim greiðslum sem átti að greiða út 1. september og 1. október 2020 flýtt til 1. maí og 1. júní. Þetta er einkum gert til að mæta vandamálum þeirra bænda sem stunda aðra starfsemi einnig, eins og ferðaþjónustu.

Kynnir nýtt merki fyrir Demantshringinn

Markaðsstofa Norðurlands hefur kynnt nýtt merki Demants­hringsins, Diamond Circle, á fundi sem haldinn var á Sel Hótel í Mývatnssveit nýverið. Merkið var hannað í samstarfi við Cohn&Wolfe á Íslandi, en sú vinna var leidd af Ingvari Erni Ingvarssyni sem fór yfir ferlið á fundinum.

Gestum á Síldarminjasafninu á Siglufirði fjölgaði um 12% á fyrri hluta ársins

Gestum sem sótt hafa Síldar­minjasafnið á Siglufirði heim fyrstu sex mánuði ársins hefur fjölgað um 12% miðað við sama t&iacut..

Tækifæri á svæðinu til að auka við ferðaþjónustuna á Blönduósi

„Það eru mikil tækifæri fyrir hendi hér í héraði að auka við í ferðaþjónustunni,“ segir Valdimar O. Hermann..

Minni hagnaður hótela á landsbyggð en í höfuðborginni

Hagnaður hótela á landsbyggð­inni var almennt lakari en hjá hótelum í Reykjavík á árinu 2018. Rekstarafkoma var að meðalta..

Mikil gróska í hvala- og náttúruskoðun

„Það er oft mjög mikið líf hér við höfnina og þá sérstaklega á sumrin, suma daga liggja skip á öllum hafnarköntum og margt fólk á ferli á hafnarsvæðinu,“ segir Þórir Örn Gunnars­son, hafnarstjóri í Húsa­víkurhöfn.

Hættu rekstri þúsund kinda fjárbús og sneru sér að ferðaþjónustu

Keran ST. Ólason ferðaþjónustu­bóndi og Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra í Hótel Breiðuvík, voru þar með eitt stærsta fjárbú landsins en hafa rekið hótel í fyrrum upptökuheimili síðan 1999. Þau hættu fjárbúskap árið 2011 og sneru sér þá alfarið að gistiþjónustu og eldi ferðamanna á mat og drykk.

Kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn

Hugmyndasamkeppnin Lambaþon stóð yfir dagana 9.–10. nóvember. Keppt var um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár. Vinningshugmyndin ber heitið Kynnum kindina...

Hafa byggt upp Óbyggðasetur í skjóli fjallanna á innsta bænum í Fljótsdal

Hjónin Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustubóndi, og Arna Björg Bjarnadóttir, sagnfræðingur og menningarmiðlari, hafa í nokkur ár unnið að uppbyggingu Óbyggðaseturs á bænum Egilsstöðum í Fljótsdal.

Grýtubakkahreppur vill uppbyggingu heilsárs ferðaþjónustu á svæðinu

Grýtubakkahreppur hefur auglýst eftir aðilum sem áhuga hafa á að bjóða upp á heilsárs ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Til að styðja við heilsárs ferðaþjónustu eru einnig auglýst samhliða takmörkuð afnot af landi sveitarfélagsins til þyrluskíðamennsku frá hausti 2021.

Ferðaþjónustubændur blómstra við rætur Vatnajökuls

Ekkert lát virðist vera á uppgangi í ferðaþjónustunni og fara ábúendurnir á Brunnhóli, við rætur Vatnajökuls, ekki varhluta af því blómaskeiði sem verið hefur undanfarin ár

Þar heldur Hjónabandið upp fjörinu

Við þjóðveginn inn Fljótshlíð á Suðurlandi, neðan við Kirkjulæk, er stórt tjaldstæði sem hefur öflugan hóp fastagesta sem gaman hafa af ferðalögum um Ísland.

Fjósið í Flatey á Mýrum opnað ferðamönnum smátt og smátt

Eitt stærsta fjós landsins, ef ekki það stærsta, verður opnað ferðamönnum smátt og smátt. Það er í Flatey á Mýrum sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Skinneyjar Þinganes á Höfn í Hornafirði.

Stóraukið álag á náttúruperlur

Álag á ferðamannastaði hefur aukist mjög samfara sprengingu í heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands og er ekkert lát á.

Íslandshótel byggja nýtt 120 herbergja hótel á Akureyri

Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á allt að 120 herbergja hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Hótelið mun verða rekið undir nafni Fosshótela.

Mikil upplifun að dvelja á bóndabæ

Í Norður-Noregi, á landsvæði norðurljósa og miðnætursólar, eru hátt í 150 bændur sem taka beinan þátt í ferða­mannastraumnum þar um slóðir.

Söluvaran landslag

Skipulag er alltaf tengt staðsetningu og er því nátengt landinu. Gæði skipulags ráðast meðal annars af því hve vel það er sniðið að legu landsins.

Tæplega 700.000 ferðamenn frá áramótum

Um 186 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða nærri 50 þúsund fleiri en í júní í fyrra. Þá hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst jafn margar í einum mánuði.

Hótel Selfoss er stærsta hótel landsbyggðarinnar með 139 herbergi

Í janúar 2016 var hafist handa við að byggja eina hæð ofan á Hótel Selfoss og innrétta 12 herbergi í tveimur efstu hæðunum yfir menningarsalnum.

Stjórnun og rekstur í ferðaþjónustu

Fyrir skemmstu gaf Ferða­mála­deild Háskólans á Hólum út nýja bók um stjórnun og rekstur í ferðaþjónustu.

Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Seljalandsfoss og Skógafoss

„Á þessu stigi getum við ekki svarað því þó að við stefnum að því. Til þess að þetta sé möguleiki verður samstaða að ríkja meðal landeigenda en við erum landeigendur við Seljalandsfoss ásamt með fjórum jörðum við Seljaland.

Ferðamannakúla slær í gegn í Hrosshaga

Nýjasta nýtt í íslenskri ferðaþjónustu er glær kúla úti í skógi þar sem ferðamenn geta legið í hita og fylgst með stjörnum og norðurljósum á kvöldin og nóttunni.

Tvö hótel úr timbri

Verið er að reisa tvö hótel úr timbri annað á Hnappavöllum í Öræfum en hitt við Mývatn. Húsin ere byggð úr samskonar límtréseiningum og hæsta timburhús í heimi sem er verið að byggja í Bergen í Noregi.

Framúrskarandi ferðaþjónustu­bæir í Flóahreppi

Tvö ferðaþjónustubýli í Flóahreppi hlutu viður­kenninguna „Framúr­skarandi ferðaþjónustubæir“ á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda í síðustu viku.

Skagafjörður er gæðaáfangastaður Íslands 2015

Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“.

Spennandi verkefni að byggja upp nýtt hótel

Erna Kristín Hauksdóttir er hótel­stjóri á Hótel Kjarnalundi, nýju hóteli sem opnað var fyrir gestum 22. júní síðastliðinn í Kjarnaskógi við Akureyri.

Ferðaþjónustubændur þurfa að skerpa á sinni sérstöðu

Miklar annir hafa verið hjá ferða­þjón­ustubændum í sumar. Ferða­manna­straumurinn eykst ár frá ári og aðilar í ferðaþjónustu hafa átt fullt í fangi með að anna eftirspurn.

Ríkisstjórnin úthlutar 850 milljónum til verkefna á ferðamannastöðum

Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein. Vöxtur greinarinnar hefur skapað mörg tækifæri, en einnig áskoranir vegna mikillar ásóknar ferðafólks á viðkvæm náttúrusvæði.

Truflun vegna ferðamanna gerir selina styggari

Selir sýna aukna árvekni þegar ferðamenn eru í námunda við þá og hefur það áhrif á útbreiðslu þeirra. Sú niðurstaða kom fram í rannsókn á áhrifum selaskoðunar á hegðun og útbreiðslu landsela.