Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Breiðdalsvík við mynni Breiðdals.
Breiðdalsvík við mynni Breiðdals.
Mynd / Wikipedia
Lesendarýni 8. mars 2023

Um sölu á ljósleiðaranetum í dreifbýli

Höfundur: Ingólfur Bruun, framkvæmdastjóri Betri Fjarskipta ehf.

Fjarðabyggð hefur auglýst til sölu ljósleiðarakerfi (væntanlega ljósleiðaranet) í Breiðdal með samtals 40 notendum. Það væru alvarleg mistök að selja ljósleiðaranetið.

Ingólfur Bruun

Forvitnilegt væri að vita hvers vegna Fjarðabyggð telur það þjóna hagsmunum íbúanna og sveitarfélagsins að selja ljósleiðaranetið.

Því miður hefur það áður gerst að sveitarfélög hafa selt ljósleiðaranet sem byggð voru með fjárframlögum frá íbúum, viðkomandi sveitarfélagi og Fjarskiptasjóði á brot af byggingarkostnaði. Hvers vegna? Rök sem hafa heyrst til stuðnings sölu eru þau að flókið sé að reka ljósleiðaranet og ekki á færi nema fjarskiptafélaga þar sem sérþekking er til staðar. Einnig hefur heyrst að rekstur ljósleiðaranets sé fjárhagslega óhagkvæmur og að rekstur ljósleiðaranets sé ekki eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga.

Hér á eftir verður undið ofan af áðurgreindum rökum.

Einfalt að reka ljósleiðaranet

Varðandi rekstur ljósleiðaraneta er mikilvægt að greina á milli ljósleiðaraþráðanna annars vegar (ljósleiðaranet) og endabúnaðar hins vegar (ljósleiðarakerfi). Sveitarfélögin eiga að eiga ljósleiðaraþræðina en ekki koma nálægt rekstri endabúnaðar (ljósleiðarakerfi).

Rekstur endabúnaðar ljósleiðara krefst sérþekkingar og á að vera á forræði fjarskiptafélaga. Ljósleiðaraþræðirnir sjálfir eru hins vegar einfaldir í rekstri. Það þarf enga sérþekkingu til að reka þá. Líkja má rekstri þeirra við rekstur vatnsveitu. Mörg sveitarfélög reka vatnsveitur með sóma. Í báðum tilvikum þarf að vita hvar lagnirnar liggja, halda þarf utan um gögn varðandi legu og ef rof verður á lögn eru kallaðir til starfsmenn sveitarfélags og/eða verktakar sem sjá um að gera við bilunina. Öll gögn um lagnir og fasteignir, vegi o.s.frv. eru vistuð hjá byggingarfulltrúum viðkomandi sveitarfélags. Eðlilegt er að gögn um legu ljósleiðara ásamt upplýsingum um tengingar og fjölda þráða liggi því hjá byggingarfulltrúanum.

Hætt við sölu í Hvalfjarðarsveit

Árið 2014 var byggt ljósleiðaranet í Hvalfjarðarsveit. Kostnaður var 340 milljónir króna. Sveitarstjórnin tók síðar ákvörðun um selja kerfið. Í útboði bárust tvö tilboð og var hærra tilboðið 82 milljónir. Sveitarstjórn hugðist selja kerfið árið 2019 á hrakvirði, en þá risu íbúar upp og mótmæltu og svo fór að sölunni var aflýst vegna þrýstings frá íbúum.

Helstu rök fyrir sölu voru að rekstur ljósleiðara væri ekki eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga og einnig að tap væri á kerfinu þrátt fyrir að 240 notendur greiddu mánaðargjöld. Hvernig mátti það vera? Með bókhaldsbrellum var sýnt fram á tap því kerfið var afskrifað á aðeins 7 árum!

Ljósleiðara ætti hins vegar að afskrifa eins og um fasteign væri að ræða, á 40-60 árum. Varðandi lögbundnar skyldur sveitarfélaga þá er það vissulega rétt að sveitarfélög eru ekki lögbundin til að reka ljósleiðarakerfi, en það er hins vegar siðferðileg skylda sveitarfélags að gera búsetuskilyrði sem best fyrir íbúa sína.

Aðgangur að ljósleiðara er tvímælalaust eitt mikilvægasta búsetuskilyrði í dreifbýli (og þéttbýli) í dag. Ljósleiðaranet byggð fyrir almannafé hafa verið seld fjarskiptafélaginu Mílu á hrakvirði undanfarin ár. Slík meðferð á jafnmikilvægum innviðum er afleit og eins meðferðin á almannafé og framlagi íbúa. Þegar búið er að selja ljósleiðaranet hafa sveitarstjórn og íbúar ekkert um t.d. gjaldskrá að segja. Kaupanda er í lófa lagið að hækka verð að vild. Hér skal einnig minnt á að fjarskiptafyrirtækið Míla er nú í erlendri eigu.

Að lokum vill undirritaður hvetja íbúa í Breiðdal til að mótmæla harðlega sölu á ljósleiðaranetinu sem þeir hafa greitt fyrir ásamt sveitarfélaginu og skattborgurum í gegnum Fjarskiptasjóð.

Skylt efni: ljósleiðari

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...