Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Horft upp eftir Þjórsá og þar sést Núpurinn, Núpsbæirnir og Hagafjall í fjarska. Ef af virkjun yrði myndi þessi farvegur verða nánast þurr.
Horft upp eftir Þjórsá og þar sést Núpurinn, Núpsbæirnir og Hagafjall í fjarska. Ef af virkjun yrði myndi þessi farvegur verða nánast þurr.
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 27. febrúar 2023

Þjórsá, drottning í byggð

Höfundur: Hólmfríður Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi.

Árið 2015 var fyrirhuguð Hvammsvirkjun í Þjórsá færð úr biðflokki í nýtingarflokk, ein þriggja áætlaðra virkjana í neðri hluta Þjórsár, hinar tvær, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, eru enn í biðflokki.

Hólmfríður Árnadóttir

Samningar Landsvirkjunar við landeigendur árin 2007 og 2008 um fyrirhugaðar framkvæmdir þykja vafasamir og umdeildir enda sagðir hafa verið þvingaðir fram. Þessi virkjunarhugmynd hefur leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg þar sem stuðst er við gamalt umhverfismat sem talið er byggt á annarri framkvæmd.

Það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd.

Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegra minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun.

Þessi virkjun er afar umdeild og mörg sem vilja að náttúran fái að njóta vafans og hætt verði við óafturkræf og eyðileggjandi náttúruspjöll enda margt sem hefur breyst hvað varðar náttúruvernd, atvinnulíf og samfélagið í heild á síðustu árum.

Umsvif ferðaþjónustu hafa aukist gríðarlega síðustu ár þar sem einstök náttúra er helsta aðdráttaraflið og möguleikar á fjölbreyttri uppbyggingu við og tengt Þjórsá ótalmargir. Enda vara ferðaþjónustuaðilar við virkjunarframkvæmdum sem þeir telja draga úr möguleikum til nýsköpunar og uppbyggingar margs konar ferðaþjónustu á svæðinu.

Með Hagalóni færu ómetanlegar menningarminjar, dýralíf, grónir bakkar og lendur við Þjórsá undir vatn eða hlytu skaða af vegna breyttra vatnsfarvega og gróðureyðingar. Hagaey færi að mestu í kaf og hin friðaða Viðey, Minnanúpshólmi, þar sem finna má sjaldgæfar plöntutegundir, og Ölmóðsey yrðu vart eyjar lengur þar sem áin yrði færð úr farvegi sínum og í skurð austan við ána.

Að ónefndu búsvæði laxfiska í Þjórsá, einum stærsta villta stofni landsins, sem er að þriðjungi við og fyrir ofan fyrirhugað virkjunarsvæði. Nokkur náttúruverndarsamtök kæra virkjanaleyfið og segja brotið á þátttökurétti almennings hvað varðar mat á umhverfisáhrifum en skýrt er að hagsmunaaðilar í nærumhverfi eigi rétt á að tekið sé tillit til þeirra álita og skoðana.

Það eru verndarmarkmið í náttúruverndarlögum sem kveða á um vernd vatnsfarvega sem hafa sérstætt eða fágætt fagurfræðilegt og/eða menningarlegt gildi og það hefur Þjórsá svo sannarlega enda drottning í byggð á einu fegursta útivistarsvæði landsins.

Með sínum grónu bökkum, eyjum með einstöku gróðurfari og dýralífi. Þjórsá er einnig lengst allra íslenskra áa og rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni.

Telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar, hið fyrirhugaða virkjanasvæði, sem að mestu er ósnortið í dag. Markmið laga um stjórn vatnamála er að vernda vatn og vistkerfi þeirra, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Þá má ástand vatnshlota ekki rýrna þannig að það falli um ástandsflokk.

Á þessu svæði er Þjórsá í mjög góðu ástandi. Breyting á Þjórsá í Hvammslón er ekki bara breyting á gerð vatnshlotsins heldur einnig á aðstæðum og vistfræðilegum eiginleikum Þjórsár. Það er enginn efi í mínum huga að Þjórsá beri að vernda með öllum ráðum.

Með tilvísun í öll þessi rök náttúrunni í vil spyr ég þá hvort frekari virkjun Þjórsár geti verið brot á lögum um náttúruvernd og lögum um stjórn vatnamála?

Skylt efni: Þjórsá | hvammsvirkjun

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...