Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gömul og góð búnaðarþingsmál
Mynd / Bbl
Lesendarýni 20. október 2020

Gömul og góð búnaðarþingsmál

Höfundur: Haraldur Benediktsson 1 þm. Norðvesturkjördæmis.

Ég sat mitt fyrsta búnaðarþing 2001 og sat síðasta búnaðarþing mitt árið 2015.  Aðalfund heildarsamtaka bænda á Íslandi. Mál búnaðarþings þess tíma voru send úr héruðum og endurspegluðu vel bæði staðbundnar áherslur bænda og margháttuð verkefni, á landsvísu, sem þurfti að vekja athygli á til að bæta aðstöðu dreifðra byggða. 

Einhver lífseigustu mál búnaðarþings, reyndar löngu fyrr, voru fjarskiptamál og raforkumál.  Um fjarskiptamálin ætla ég ekki að fjölyrða hér frekar, alþekkt er hvernig hefur tekist að bæta fjarskipti í dreifðum byggðum síðustu fimm ár.  Árið 2021 er lokaframlag til Ísland ljóstengt. Verkefni sem hefur gjörbylt fjarskiptum í sveitum. Við höfum stokkið frá frumstæðum tengingum yfir í ljósleiðaratækni nútímans. Það væri útaf fyrir sig áhugavert að ræða í hvaða stöðu dreifðar byggðir væru í dag, ef ekki hefði tekist jafnvel til.  Að ekki sé talað um það risastökk í þróun á notkun fjarskipta sem fylgt hafa þeim faraldri sem öll samfélög glíma nú við. 

Þó er rétt að vekja athygli á þeirri tímamótabreytingu núna að ráðist verður í lagningu á nýjum gagnastreng, sem bætir enn öryggi tenginga við útlönd.  

Raforkumál voru málefni sem búnaðarþing glímdi við – þau voru einkum af tvennum toga.  Aðgengi að jarðstrengjum/tengingum sem gátu gefið 3ja fasa rafmagn og verðlagning á flutningi á raforku í dreifðum byggðum.

Að báðum þessum málum hefur verið unnið af miklu krafti í ráðherratíð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur. Báðum þessum málum hefur nú verið komið í farsæla höfn.  Í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ár, og fjárlagafrumvarpi  ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, fyrir árið 2021, eru lagðir til fjármunir frá og með næsta ári til að jafna gjaldskrá á flutningi rafmagns og fjármagn til jarðstrengjavæðingar.

Þriggja fasa rafmagn

Við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður lögðum fram mótaðar tillögur um átak í þrífösun. Með skil á tillögum eftir nefndarstarf til Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur. Þær tillögur  miða við að allt 99% þeirra sem eru í brýnni þörf aðgang að þriggja fasa rafmagni árið 2024, en ekki 2036 eins og núverandi áætlun var um. Þeim tillögum okkar er nú fylgt eftir með því að verja á næstu árum 500 milljónum til verksins. Framkvæmdin mun ekki sjálfkrafa leiða til hækkunar á gjaldskrá flutnings raforku,  eins og regluverkið kveður á um. Ef flýting framkvæmda hefði verið án sérstaks framlags. Þessi ráðstöfun er gífurlegt framfaraskref til að bæta búsetuskilyrði og aðgengi á nútíma raforkutengingum.

Jöfnun á verði flutnings raforku milli sveita og þéttbýlis
Haraldur Benediktsson.

Í fjárlagafrumvarpinu eru einnig lagðar til 730 milljónir til jöfnunar á gjaldskrám á flutningi raforku í dreifbýli. Með þeim fjármunum næst verulegur áfangi, eða um 85% af því bili sem í dag er á milli hæstu gjaldskrár þéttbýlis og dreifbýlisgjaldskrár. Núverandi jöfnunarfjármunir tryggja 50%. Ég mun leggja áherslu á í umræðum og meðferð Alþingis á fjárlagafrumvarpinu verði tryggðir fjármunir til að tryggja 100% – eða fulla jöfnun. Það er réttlætismál sem ég vona að þingheimur geti sameinast um. Því allt frá kerfisbreytingum sem skildu að orkuflutning og orkusölu, hefur þetta óréttlæti verið óþolandi.

Þessum ráðstöfunum verður að fylgja að heimildir til hækkunar á dreifikostnaði dreifiveitna, samkvæmt samþykktum tekjumörkum, verði ekki beitt til að viðhalda þessum mun á gjaldskrám. Þetta þýðir á mannamáli að dreifiveitur hafa þegar í hendi hækkunarheimildir á dreifingarkostnaði, sem þær hafa ekki velt út í verðlagningu dreifingar Auknir fjármunir til jöfnunar hafa því þann freistnivanda að þeir nái ekki markmiðum sínum, vegna regluverks sem hefur þegar viðurkennt að meiri kostnaður en er innheimtur af íbúum dreifbýlis í dag. Það má ekki gerast.

Máttur heildarsamtaka bænda

Við getum þakkað skelegga baráttu heildarsamtaka bænda fyrir að við erum nú að koma í höfn þessum þremur baráttumálum.  Ég skal játa að það er mér ljúft að fylgja þessum málum í höfn á Alþingi og hafa átt drjúgan þátt í að koma þessum baráttumálum bænda áfram.

Haraldur Benediktsson

1 þm. Norðvesturkjördæmis.

Íslenska kýrin í mikilli framför
Lesendarýni 12. febrúar 2025

Íslenska kýrin í mikilli framför

Það liggur fyrir mikið afrek hjá kúabændum á þessari öld hversu stórstígar framf...

Kolefnisskógrækt á villigötum
Lesendarýni 11. febrúar 2025

Kolefnisskógrækt á villigötum

Á samfélagsmiðlinum Vísi birtist umfjöllun um skógræktina á Þverá og í Saltvík í...

Að gefnu tilefni
Lesendarýni 10. febrúar 2025

Að gefnu tilefni

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtist grein eftir þá félaga Baldur Helga Ben...

Ljótur er ég
Lesendarýni 5. febrúar 2025

Ljótur er ég

Sykur skiptir öllu máli. Án hans væru einungis sykurlausir drykkir í boði og mig...

Fokskaðar á þökum
Lesendarýni 3. febrúar 2025

Fokskaðar á þökum

Á hverju ári koma ofsaveður hér á landi þar sem allt lauslegt, og sumt fast, tek...

Bláskelin er bjargvættur
Lesendarýni 31. janúar 2025

Bláskelin er bjargvættur

Ein allra stærsta áskorun samtímans er hvernig hægt verður að mæta vaxandi þörf ...

Raunhæfar leiðir til að efla nautgriparækt á Íslandi
Lesendarýni 30. janúar 2025

Raunhæfar leiðir til að efla nautgriparækt á Íslandi

Samkvæmt öllum tölulegum upplýsingum um afkomu íslenskra kúabænda sem lesa hefur...

Aldarafmæli íslenskrar ylræktar 2024
Lesendarýni 29. janúar 2025

Aldarafmæli íslenskrar ylræktar 2024

Eitt hundrað ár eru síðan ylræktun sem atvinnugrein hófst á Íslandi og er hún nú...