Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Frá afhendingu verðlaunanna. F.h.: Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS, Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Tim Junge, starfsmenn miðstöðvarinnar.
Frá afhendingu verðlaunanna. F.h.: Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS, Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Tim Junge, starfsmenn miðstöðvarinnar.
Menning 29. nóvember 2023

Menningarverðlaun til Hornafjarðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlaut Menningarverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í Mýrdalshreppi 26. október síðastliðinn.

„Mín fyrstu viðbrögð voru gleði og þakklæti fyrir viðurkenninguna og til þeirra, sem tilnefndu okkur. Við starfsmenn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar tókum auðmjúk við þeim og eru þau okkur hvatning í að vinna áfram að öflugri menningarstarfsemi í sveitarfélaginu,“ segir Eyrún Helga Ævarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar.

„Áhersla er lögð á barna- og fjölmenningu í okkar starfi og er aðgengi og inngilding einkunnarorðin. Við stöndum fyrir margs konar viðburðum, samkomum og klúbbastarfi þar sem aðgengi er markmiðið og leitast er við að ná til þeirra sem teljast til jaðarhópa. Barnastarfið okkar er fjölbreytt og blómlegt, m.a. listasmiðjur og náttúru- og menningarfræðsla með skoðunarferðum,“ segir Eyrún Helga enn fremur.

Menningarmiðstöðin starfrækir sex söfn í Sveitarfélaginu Hornafirði en þá erum við að tala um Listasafn Svavars Guðnasonar, héraðsskjalasafn, byggða-, náttúrugripa- og sjóminjasafn auk bókasafns. Þar er skráður og varðveittur menningararfur sveitarfélagsins ásamt því að kynna heimamönnum og gestum þeirra menningu, listir og sögu sveitarfélagsins. Atvinnu-, ferða- og rannsóknarsvið heyra undir stofnunina og starfa þau þvert á einingarnar.

„Árlega eru haldnir margir viðburðir á vegum Menningarmiðstöðvarinnar. Viðburðir stofnunarinnar eru haldnir í þágu menntunar, ígrundunar og ánægju en sífellt er leitast við að fylla anda íbúa og aðkomumanna innblæstri með menningu, fræðslu á menningararfi Austur-Skaftafellssýslu og kynningu á sveitarfélaginu sjálfu,“ segir Eyrún Helga.

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...