Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landssamband eldri borgara kynnir til leiks öldungalandslið leikara!
Mynd / gunnlod jona
Menning 1. febrúar 2023

Landssamband eldri borgara kynnir til leiks öldungalandslið leikara!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leiksýningin Marat/Sade, sem frumsýnd var föstudagskvöldið 20. janúar í Borgarleikhúsinu, markaði tímamót, enda stigu á svið margir af elstu og ástsælustu leikurum þjóðarinnar í einni og sömu sýningunni. Þau yngstu um sjötugt og þau elstu komin fast að níræðu!

Sýningin, sem heitir öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat, sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa ... er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu!

Margrét Guðmundsdóttir (89 ára) leikur Charlotte Corday, sem er hvað þekktust fyrir að hafa ráðið Jean Paul Marat af dögum í frönsku byltingunni. Margrét lék sama hlutverk í uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1967, eða fyrir tæpum 56 árum síðan. Hún hefur sannarlega engu gleymt!

Næsta sýning er 5. febrúar kl. 20 – en miða er hægt að nálgast á vefsíðu Borgarleikhússins. Þarna er um einstakt tækifæri að ræða, upplifun og sjónarspil sem gleður okkur ekki á hverjum degi.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...