Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hryssan Eldur
Menning 27. nóvember 2023

Hryssan Eldur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Björk Jakobsdóttir er höfundur nýrrar barnabókar sem kemur í beinu framhaldi af sögu hennar Hetju frá í fyrra.

Björk Jakobsdóttir

Segir í kynningu að Eldur sé æsispennandi saga um vinkonurnar Hetju og Björgu. „Hetja er fræg hryssa og Björg, nýorðin 16 ára, er ánægð að vita af henni í sveit undir Eyjafjöllum en þegar gýs í jöklinum hefst örvæntingarfull leit að Hetju og fleiri hrossum.“

Björk er auk þess að vera rithöfundur, leikkona og leikstjóri mikil hestakona. „Þetta er samtímasaga um börn og íslenska hestinn. Það er svo verðmætt að fjalla um þennan þarfasta þjón okkar, við værum ekki hér ef íslenski hesturinn hefði ekki dregið okkur gegnum móðuharðindin,“ segir hún.

Björk segist vera sveitastelpa, hún hafi verið öll sumur í sveit frá því hún var 6 ára, m.a. í Vatnsdal í A-Hún. hjá Grími Gíslasyni heitnum sem flutti ódauðlegar veiðifréttir í útvarpi.

Hún hefur unnið í um 30 ár sem leiðsögukona í hestaferðum. „Ég er ekki endilega mikið í keppnishestamennsku en mikið með stóði,“ segir hún og lætur vel af því að skrifa um íslenska hestinn og væntumþykju unglingsins til skepnunnar. Sagan sé byggð á hennar eigin hestum. JVP gefur út.

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...

Bændur ræddu málin í borginni
Líf og starf 26. febrúar 2024

Bændur ræddu málin í borginni

Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. ...

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...