Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Höfundur er einn þeirra fáu sem enn gefa þurrhey líkt og fyrir hálfri öld.
Höfundur er einn þeirra fáu sem enn gefa þurrhey líkt og fyrir hálfri öld.
Menning 24. nóvember 2023

Fjáreigendafélag Reykjavíkur er menningarverðmæti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bók dr. Ólafs Dýrmundssonar Sauðfjárhald í Reykjavík. Ólafur er að góðu kunnur af störfum sínum fyrir Bændasamtök Íslands um árabil, sem ráðunautur í landnýtingarmálum, sauðfjárrækt, lífrænum búskap – og í tengslum við forðagæslumál. Í bókinni rekur hann þróun sauðfjárbúskapar í Reykjavík frá 19. öld, sögu sína sem sauðfjárbóndi í Reykjavík frá 1957 til dagsins í dag og fléttar saman við hana sögu Fjáreigendafélags Reykjavíkur og almenna þróun sauðfjárræktar.

Caption

Ólafur segist lengi hafa verið að hugsa um útgáfu á bók sem þessari. „Alla tíð hef ég verið að safna gögnum og punktað hjá mér ýmsar athugasemdir í minnisbók sem ég kallaði búskaparbók, alveg frá því að ég eignaðist fyrstu kindurnar 13 ára gamall 1957. Ég er búinn að upplifa svo áhugaverða tíma í sauðfjárræktinni í landinu og ekki síst hjá Fjáreigendafélaginu sem var stofnað 1927 – hef í raun verið samtíðarmaður þriggja kynslóða í þeim félagsskap.“

Orða- og hugtakaskýringar fyrir yngri kynslóðir

„Mikil gróska er í sauðfjárrækt í Reykjavík þegar ég fer fyrst að blanda mér í búskapinn, það voru þá á þriðja þúsund fjár í bænum og fjáreigendur í kringum 200. Meiri háttar starfsemi er þá í Fjáreigendafélaginu, bæði á lögbýlum og svo hjá tómstundabændum. Í dag eru um 180 vetrarfóðraðar kindur innan félagsmanna Fjáreigendafélagsins í tíu hjörðum sem flestir hafa aðsetur í Fjárborg, svæði félagsins á Hólmsheiði. Ég sjálfur er með tíu kindur og sá eini sem er neðan Elliðaáa.

Við höfum lagt mikinn metnað í að útbúa allar skrár sem fylgja bókinni eins vel og hægt var; nafna-, mynda- og atriðaorðaskrá auk frágangs á heimildum eins og fundargerðabókum og fjallskilaseðlum. Ég er einnig með orða- og hugtakaskýringar sem eru hugsaðar fyrir þær kynslóðir sem hafa ekki tengingu við gamla tungutakið í kringum sauðfjárbúskapinn. Þar er til dæmis útskýring á „beitarhúsi“, „fúlgu“, „að liggja við opið“, „fjallskilastjóri“ og „töfludráttur“. Þetta eru hugtök mörg hver sem voru fólki mjög töm en eru ekki lengur,“ útskýrir Ólafur.

Örsögur lyfta bókinni upp

Frásögn bókarinnar er í þriðju persónu, en Ólafur segir að hún sé brotin upp með örsögum þar sem hann segir persónulega frá minnisstæðum atburðum. „Þær lyfta efni bókarinnar mikið upp,“ segir hann.

Auk ráðunautastarfa sinna fyrir Bændasamtök Íslands hefur Ólafur í seinni tíð unnið talsvert starf í þágu Slow Food Reykjavíkhreyfingarinnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu. „Já, einhvern veginn töluðu þessar hugsjónir beint til mín. Þarna er einhver náttúruleg tenging sem kannski á rætur sínar að rekja til mikilvægi hugmyndanna um verndun líffræðilegs fjölbreytileika, sem eru í hávegum hjá þessum hreyfingum.“

Menningarverðmæti Fjáreigendafélagsins

Hann telur mjög mikilvægt að Fjáreigendafélagið haldi áfram að starfa innan borgarmarka og viðhaldi hefðinni; félagið sé í raun menningarverðmæti og hluti af menningarsögu Reykjavíkur.

„Þetta er eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og er með aðild að bæði afrétti og lögskilarétt,“ segir Ólafur að lokum.

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...

Mikil ánægja með fjölmenningarráð
Líf og starf 16. febrúar 2024

Mikil ánægja með fjölmenningarráð

Fjölmenningarráð hefur tekið til starfa í Rangárþingi eystra.

Stemning á þorrablótum
Líf og starf 15. febrúar 2024

Stemning á þorrablótum

Nú hefur þorrinn gengið í garð og lyfta landsmenn sér upp á þorrablótum. Þegar þ...

Kúfskelin verður allra dýra elst
Líf og starf 13. febrúar 2024

Kúfskelin verður allra dýra elst

Elsta kúfskel sem fundist hefur við Ísland klaktist árið 1499; um það bil sem Sv...