Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ævintýri á aðventunni
Mynd / Aðsendar
Menning 8. desember 2023

Ævintýri á aðventunni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri var stofnaður með pomp og prakt í fyrra, en hópurinn, sem samanstendur af sex atvinnulistamönnum, býður áhorfendum sínum upp á sérsamda íslenska söngleiki og óperur.

Hefur flutningur þeirra hlotið góðar undirtektir, en í desember sl. var fyrsta sýning hópsins, Ævintýri á aðventunni, sýnd í öllum grunnskólum frá Vopnafirði til Hvammstanga, bæði kennurum og nemendum til mikillar gleði.

Verkið fjallar um þær systur, Gunnu (á nýju skónum) og Sollu (á bláum kjól) sem halda í bæjarferð til þess að versla jólagjafirnar, rekast þar bæði á jólasvein og jólaköttinn auk þess sem þær þurfa að muna allar þær „reglur“ sem fylgja jólunum svo og jólalög.

Voru sumir áhorfenda að heyra óperusöng í fyrsta skipti en heiðurinn að lögum og texta er ein sexmenninganna, Þórunn Guðmundsdóttir. Hún er einnig höfundur verksins en félagar hennar í hópnum hafa allir sitt hlutverk. Má þar nefna leikstjórann Jennýju Láru Arnórsdóttur, búningahönnuðinn Rósu Ásgeirsdóttur, Jón Þorstein Reynisson sem sér um söng, leik og harmonikkuspil, en söngur og leikur er einnig í höndum þeirra Bjarkar Níelsdóttur og Erlu Dóru Vogler auk þess sem þær tvær síðastnefndu sinna starfi verkefnastjóra í tengslum við leikverkið.

Leikritið Ævintýri á aðventunni verður annars sýnt í fjögur skipti nú í byrjun desember, miða má finna á tix.is og eru sýningar haldnar í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...

Bændur ræddu málin í borginni
Líf og starf 26. febrúar 2024

Bændur ræddu málin í borginni

Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. ...

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...